Framsókn úr útrás í ESB

Kaupþing var framsóknarbanki í útrás sem gerði þjóðina nærri fjárhagslega gjaldþrota. Eftir efnahagslegt hrun er næsta skref Framsóknarflokksins að færa Íslendinga undir Brusselvaldið. Til hamingju framsóknarmenn.

 

 


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vottaði þeim samúð mína! – En hér hafa hættulergir hlutir gerzt. Þó að skilmálarnir virðist mjög strangir, að standa vörð um yfirráð okkar yfir auðlindum landsins o.fl., er þar með ekki öll sagan sögð. Gleymum ekki að taka tillit til þess, sem refjar heimsins og pólitíkurinnar bjóða upp á og beitt hefur verið áður í störfum flokksforystunnar. Þssir skilmálar eru sennilega einungis til þess gerðir að gabba efasemdamennina í flokknum til að greiða tillögunni atkvæði. Flokkseigendafélagið lítur á samþykktir eingöngu sem áfanga í átt til þess, sem það sjálft vill gera, og látið ykkur ekki dreyma um, að EBé-klíkan í flokknum ætli að láta þetta verða sér á farartálma á brautinni með fullveldisréttindi okkar til Bryssel. – Einmitt þess vegna – og vegna hinnar raunverulegu grasrótar flokksins, sem er annars sinnis – var þessi samþykkt sjálfsvígstilraun Framsóknar. – Meira í grein minni fyrr í kvöld um þessa samþykkt og í fleiri greinum um Framsóknar- og EBé-mál á Vísisvef mínum: http://blogg.visir.is/jvj/, þar á meðal þessari: Sigmundur Davíð stendur sig afbragðsvel. – Með góðri kveðju til þín, Páll, og samherjanna,

Jón Valur Jensson, 16.1.2009 kl. 21:41

2 identicon

Framsókn vill að fólkið í landinu ráði með NEI eða JÁ

Það er rettlæti

leedsar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Framsóknarflokkurinn veður varla af þeirri stærðargráðu að þeir fái miklu breytt um það hvort Ísland fari undir Brusselvaldið eðir ei.

hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki mikið réttlæti í því fólgið að gefa upphlaupsmönnum og áróðursmaskínum allra dagblaða og leiðandi manna í ríkisfjölmiðli færi á því, að vegna sífellds þrýstings þeirra verði lýðveldisréttindi þjóðarinnar stórlega skert í vanhugsuðum flýti og flumbrugangi, þar sem einfaldur meirihluti verði látinn ráða í kosningum eftir allt of litla kynningu mála (auk þess sem langtíma-áróðursáhrifa gætir þar mjög) og þar sem jafnvel tugþúsundir útlendinga fá færi á því að taka þátt í kosningunni, þótt þeir séu ekki ríkisborgarar hér.

Í lögum flestra félaga eru ákvæði um slit félagsskaparins, og þar er yfirleitt gerð krafa um aukinn meirihluta til að leggja megi félagið niður eða afnema grundvallar-réttindaákvæði félagslaganna. Ekki ætti að vera heimilt að framselja fullveldisréttindi þjóðar okkar og æðsta löggjafarvald til meginlandsins, en ef menn telja samt, að slíkt ætti að vera heimilt, ætti það ekki að vera hægt án þess að fyrir slíkri ákvörðun væri vilji a.m.k. 70–75% kjósenda. Þar kæmi þá svolítið vægi gegn nefndri þátttöku útlendinga, ef menn fallast ekki beinlínis á, að ríkisborgarar annarra landa eiga auðvitað ekki að hafa neitt minnsta vægi til að taka þátt í því að ákvarða um framtíðarskipan þjóðfélags okkar Íslendinga eða að framselja fullveldisrétt okkar yfir til heimkynna þeirra á meginlandinu.

Svo er fátt lýðræðislegt við kommissaraveldið í Bryssel og sízt af öllu fyrir litlu ríkin sem þiggja þaðan nýju tilskipanirnar.

Jón Valur Jensson, 17.1.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband