Sakborningur, fjölmiðlafrelsi og glæpir

Fjölmiðlar eiga að segja fréttir, ekki hanna atburðarás. Blaðamenn eiga hvorki að byrla né stela. Þeir eiga að sýna vanheilum mannúð en ekki misnota andlega veika til afbrota.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar skrifar leiðara um fjölmiðla á Íslandi. Í lokin kemur eftirfarandi athugasemd:

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni er fjallað um atburði sem tengjast Heimildinni og starfsmönnum fjölmiðilsins beint.

Helmingur ritstjórnar Heimildarinnar er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu. Þórður Snær er sjálfur grunaður. Lævíst orðalagið, ,,atburðir tengjast Heimildinni", er til að blekkja, draga fjöður yfir aðild að glæp. 

Ritstjórinn kallar sig blaðamann en starfslýsingin hans á við almannatengil. Fjölmiðlar séu til að hanna atburðarás, ekki segja fréttir. Gefum Þórði Snæ orðið:

Opinberun Kjarnans og Stundarinnar, sem sameinuðust undir merkjum Heimildarinnar í upphafi þessa árs, á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí 2021 leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framferði fyrirtækisins.

Hér talar ritstjórinn um opinberun og fordæmingu. Ef blaðamaður héldi á penna væri talað um fréttir og heimildir. Skiljanlega vill Þórður Snær ekki tala um kjarna blaðamennsku, að engin frétt er betri en heimildin fyrir henni.

Í tilfelli RSK-miðla eru helstu heimildarmenn fyllibytta annars vegar og hins vegar manneskja,,í mjög miklu andlegu ójafnvægi," skv. lögregluskýrslum. Úr þessu hráefni smíða almannatenglar, sem kalla sig blaðamenn, atburðarás með þann eina tilgang að hvetja til fordæmingar, slá pólitískar keilur.

Skæruliðadeild Samherja er hugarfóstur Þórðar Snæs og félaga á RSK-miðlum. Blaðamennirnir bjuggu til fjölmiðlaatburð upp úr einkagögnum Páls skipstjóra Steingrímssonar. Ekki til að upplýsa heldur afvegaleiða, kalla fram fordæmingu. Gögnin voru fengin með byrlun og stuldi.

Ekkert sem kom fram í einkagögnum skipstjórans leiddi til lögreglurannsóknar eða dómsmála. Páll skipstjóri ræddi við vini, kunningja og samstarfsmenn um málefni líðandi stundar, m.a. fréttaflutning RSK-miðla af s.k. Namibíumáli. Hvorki er það spilling né lögbrot sem skipstjórinn stundaði. Meint ,,opinberun" Þórðar Snæs og félaga er ekki fréttaflutningur heldur sviðsetning þar sem skipstjórinn var gerður að skúrki en meintir blaðamenn að englabörnum.

Englabörnin eiga aðild að byrlun og gagnastuldi. Englabörnin misnotuðu andlega veika konu til óhæfuverka. Englabörnin eiga yfir höfði sér ákæru. Ekki Páll skipstjóri. 

Blaðamannaverðlaun á Íslandi eru veitt sakborningum sem fá hráefni sitt með byrlun og stuldi. Fjölmiðlafrelsi hér á landi er skipulega misnotað af almannatenglum eins og Þórði Snæ Júlíussyni sem sigla undir fölsku flaggi, kalla sig blaðamenn og þykjast heiðarlegir.

Engin ,,opinberun" er á afbrotum meintra blaðamanna. Fjölmiðlafrelsið er notað til þöggunar. Engar fréttir, enginn glæpur.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

Götustrákum, sem kalla sig blaðamenn til þess að vera hafnir yfir lög og rétt, hefur orðið ótrúlega vel ágengt í sinni niðurrifsstarfsemi.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 4.5.2023 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband