Veika konan, Finnur Þór og starfsmaður RÚV

Þann 10. september 2021 kom veika konan, sem játað hefur að byrla Páli skipstjóra Steingrímssyni, í heimsókn til héraðssaksóknara í Reykjavík að eigin frumkvæði. Konan taldi sig vera með upplýsingar um Namibíumálið. Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fyrir rannsókninni sem staðið hefur yfir frá Kveiks-þætti á RÚV er sýndur var í nóvember 2019.

Ingi Freyr Vilhjálmsson, bróðir Finns Þórs, er blaðamaður á Heimildinni, áður Stundinni. Hann er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu. Ingi Freyr vann að Kveiks-þættinum með RÚV og birti á Stundinni raðfréttir um Namibíumálið.

Lögreglufulltrúi og annar ótilgreindur starfsmaður embættisins, gæti verið Finnur Þór eða undirmaður hans, ræddu við konuna sem kom óvænt í heimsókn til þeirra 10. september 2021. Þeir töldu hana ,,í mjög miklu andlegu ójafnvægi. Hún óð úr einu í annað og grét mikið," segir í upplýsingaskýrslu lögreglufulltrúans sem dagsett er 14. mars í ár, 2023.

Tvímenningarnir hjá embætti héraðssaksóknara töldu upplýsingar frá konunni um Namibíumálið einskins virði. Namibíumálið er dautt hross sem hvorki heilir né vanheilir geta barið til lífs.

Mat lögreglufulltrúans á andlegu ástandi konunnar sýnir að þar fór fárveik manneskja. Hún var aftur verkfæri blaðamanna til að byrla Páli skipstjóra, stela síma hans til afritunar og skila tilbaka á sjúkrabeð Páls á gjörgæslu Landspítalans.

Hvernig vitum við það? Jú, sami lögreglufulltrúi og hitti konuna 10. september 2021 og skrifaði upplýsingaskýrslu um heimsóknina 14. mars s.l. hringdi í lögregluna á Akureyri skömmu eftir heimsóknina. Af gögnum málsins verður ekki séð hvort símtalið hafi verið með vitund og vilja Finns Þórs. Í samantekt aðalvarðstjóra lögreglunnar á Akureyri er haft eftir lögreglufulltrúanum hjá embætti héraðssaksóknara að konan hefði viðurkennt að ,,hafa tekið farsíma Páls Steingrímssonar og afhent símann starfsmanni RÚV."

Finnur Þór sjálfur, eða undirmaður hans, eru með puttana í byrlunar- og símastuldsmálinu á forstigum rannsóknarinnar. Meira hangir á spýtunni. Tilfallandi blogg fjallaði um samskipti veiku konunnar og ÞAK, sem líklega er Þóra Arnórsdóttir Kveikur. Þrem vikum áður en veika konan heimsótti Finn Þór og félaga áttu þessi samskipti sér stað:

Í samskiptunum 24. ágúst 2021 leitar konan ráða hjá RSK-blaðamönnum. Skilaboðin eru stutt. Lagt er á ráðin um að breyta aðgengi að tölvum og símum. Þá er einnig talað um að konan afhendi blaðamönnum síma sinn. Væntanlega til að torvelda rannsókn réttvísinnar, eyða gögnum. Samskiptin byrja klukkan níu að morgni og standa fram til um eitt eftir hádegi. Laust fyrir kl. eitt skrifar ÞAK merkilega setningu og sendir veiku konunni:

Ok. Ég athuga m héraðssaksóknara.

Héraðssaksóknari fer ekki með rannsóknina á byrlunar- og símastuldsmálinu heldur lögreglan á Norðurlandi eystra. Hvaða blaðamaður ætlaði að ,,athuga með héraðssaksóknara" og í hvaða tilgangi?

Hér eru, vægt til orða tekið, stórundarlegir hlutir á ferðinni. Blaðamenn RSK-miðla telja sig hafa beinan aðgang að héraðssaksóknara, líklega Finni Þór. Hann er bróðir Inga Freys sakbornings og rennur blóðið til skyldunnar að veita nákomnum aðstoð í neyð. Finnur Þór stjórnar Namibíurannsókninni en er einnig með aðild að byrlunar- og símastuldsmálinu. Veika konan, sú sem byrlaði Páli skipstjóra, er tengipunkturinn.

Hvernig datt veiku konunni í hug að leita til héraðssaksóknara? Hvers vegna ekki til lögreglunnar í Reykjavík eða á Akureyri? Fékk konan ráðleggingar um hvernig hún ætti að bera sig að?

Er ÞAK að ,,athuga m. héraðssaksóknara" til að undirbúa heimsókn veiku konunnar þangað? Víst er að konan gaf sig fram við héraðssaksóknara án þess að vera þangað boðuð. Fyrsta yfirheyrsla lögreglunnar á Akureyri fór ekki fram fyrr en 5. október 2021. Í september var málatilbúnaður skammt á veg kominn, upplýsingaöflun stóð yfir. Enginn hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Enginn var með stöðu sakbornings.

Var plott á Glæpaleiti að forræði rannsóknarinnar á afbrotum blaðamanna yrði flutt suður yfir heiðar? Byrlunar og símastuldsmálið yrði sameinað Namibíumálinu. Milljón króna spurningin er þessi:

Beindu blaðamenn RSK-miðla veiku konunni til héraðssaksóknara, þar sem Finnur Þór er fyrir á fleti, í þeirri von að rannsóknin á byrlunar- og símastuldsmálinu færi til saksóknara sem er vinveittur blaðamönnum?

Stórt er spurt. Fjölmiðlar þegja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þú spyrð stundum stórt og átt skilið að fá svar.

Í þessu tilviki er reyndar svarleysið ávísun á sekt.

Það efast samt einhver, jafnvel einhverjir.

Þeir tjá sínar efasemdir með skattyrðum og skítyrðum gagnvart persónu þinni, aldrei rökfærslum þínum.

Svo fara þeir í mál.

Sjálfir blaðamennirnir sem þrífast á opinni umræðu og flæði upplýsinga.

Ég hygg að trúverðugleiki Embætti ríkissaksóknara sé í uppnámi.

Spurning hvenær sjálfur stjórinn fattar það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2023 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband