Forsetakjör

Einstaklingar eru í framboði til forseta, ekki stjórnmálaflokkar eða félagasamtök. Að því sögðu leita frambjóðendur hófanna hjá stjórnmálaflokkum og ýmsum félagasamtökum. Í stjórnmálum er þekking að reka kosningabaráttu. Félagasamtök, einkum lífsskoðunarfélög, kunna að framkalla umræðu er gæti skilað atkvæðum.

Kvartað er undan persónulegri kosningabaráttu, þar sem ,,farið er í manninn en ekki boltann." En það er aðeins maður til að fara í - enginn málefnabolti. Embætti forseta lýðveldisins er undanþegið dægurþrasi, snýst ekki um málefni heldur virðingu.

Forsetaembættið er staða þjóðhöfðingja, ekki vettvangur til að stunda stjórnmál eða berjast fyrir sérgreindum lífsskoðunum. Best fer á að embættið sitji maður sem kann eitthvað fyrir sér í stjórnskipum landsins, er boðlegur fulltrúi þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og búinn að hlaupa af sér hornin, er þroskaður einstaklingur hagvanur opinberu lífi.

Að öllu samanlögðu, og þrátt fyrir að vera hjartanlega ósammála pólitík viðkomandi, er tilfallandi þeirrar sannfæringar að einn forsetaframbjóðandi uppfylli best skilyrðin til forsetakjörs. Það er Katrín Jakobsdóttir. 


mbl.is Fylgið á hreyfingu tvist og bast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband