Pútín hefur þegar sigrað

Úkraína er ekki Nató-ríki. Austur-Úkraína, Donbass, auk Suður-Úkraínu og Kherson-hérað hálft í suðvestri eru hluti af Rússlandi.

Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir Pútín hafi „mistekist að ná einu einasta markmiði sínu“. Í reynd er forseti Rússlands þegar búinn að ná helstu markmiðum sínum.

Vestræna áætlunin gekk út á að úkraínski herinn, byggður upp í sjö ár og þjálfaður af Nató-foringjum, skyldi veita Rússaher þá ráðningu að hann hypjaði sig til Moskvu og gerði þar stjórnarbyltingu. Í framhaldi yrði Rússland bútað i sundur með vestrænni reglustiku, líkt og Afríka á 19. öld.

Úrsúla lætur eins og áætlun hafi gengið eftir. Veruleikinn er annar. Úkraína er ónýtt ríki og mun ekki bera sitt barr um langa framtíð. Í friðarsamningum, sem verða á dagskrá, líklega í ár en kannski ekki fyrr en 2024, verða öryggishagsmunir Rússlands virtir, sem þeir voru ekki áður. Úkraína verður stórlega skert og gengur ekki í Nató.

Bandaríkin og ESB eiga vopn og fjármagn en skortir baráttuþrek. Á vígvellinum ræður baráttuþrekið úrslitum að öðru jöfnu. Á sléttum Garðaríkis hallar á Úkraínu í mannafla og vopnum. Engir Nató-hermenn verða sendir á austurvígstöðvarnar. Almenningur á vesturlöndum er afhuga og elíturnar þora ekki blóðfórnum án stuðnings frá kjósendum.

Deilan sem hófst vorið 2008, þegar Bandaríkin buðu Úkraínu Nató-aðild, setti tilvist tveggja ríkja á vogarskálarnar. Annað hvort hlaut Úkraína að beygja sig í duftið eða Rússland. Vesturlönd veðjuðu á að efnahagslegt og pólitískt vald myndi knýja Rússa til uppgjafar án stríðsátaka.

Eftir stjórnarbyltinguna í Kænugarði veturinn 2014 tóku Rússar Krímskaga. Það lá fyrir að Rússar ætluðu ekki að leggja upp laupana. Vesturlönd hefðu betur látið þar við sitja og nálgast Rússland með samningum en ekki hótunum.

Stríð er þeirrar náttúru að það býr til eitt ríki en tortímir öðru. Þar sem vesturlönd höfðu þau tök á Úkraínu að landinu mætti etja á foraðið án áhættu fyrir vestrið var kylfa látin ráða kasti. Úkraína skyldi skapa 1917-ástand í Rússlandi þar sem rússneska þjóðin varpaði af sér oki Pútín og félaga, líkt og þegar keisarastjórninni var steypt fyrir rúmri öld.

Ímynduð atburðarás var byggð á heimskublandinni óskhyggju. Í augum Rússa er Pútín bjargvættur móðurlandsins eftir niðurlægingu Yeltsín-áranna í lok síðustu aldar. Rússland var gjaldþrota, auðmenn með vestrænum stuðningi stálu náttúruauðlindum og ríkiseignum. Pútín skóp stjórnfestu og velmegun í 20 ár áður en hann lét sverfa til stáls í Úkraínu. Engar líkur voru á að rússneska þjóðin sneri baki við bjargvættinum. 

Úkraína væri betur í sveit sett ef friðarsamkomulag frá 2015, kennt við Minsk, hafði verið virt. En það stóð aldrei til. Af hálfu Bandaríkjanna og ESB var Úkraína ekki neitt annað en verkfæri til að brjóta upp Rússland.

Pútín hefur þegar sigrað. Það má bara ekki viðurkenna það. Nema í tilfallandi bloggi. 


mbl.is Pútín „mistekist að ná einu einasta markmiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

KJAFTÆÐI !

Þórhallur Pálsson, 25.2.2023 kl. 12:12

2 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Takk fyrir góða grein Páll. Mer finnst ef mögulegt að þín nálgun og sýn eigi fullt erindi i dagblöð og tímarit úti i heimi. Fólk verður að skoða söguna og samhengi hlutanna. Því miður vantar mikið upp a gagnrýna hugsun. Takk aftur.

Ólafur Árni Thorarensen, 25.2.2023 kl. 12:41

3 Smámynd: booboo

Frábær grein.

booboo , 25.2.2023 kl. 19:17

4 Smámynd: Loncexter

Ahugavert ! 

Loncexter, 25.2.2023 kl. 19:30

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eina sem vestrænir fjölmiðla segja af síðustu ræðu Putins er að hann hafi í hótunum um kjarnorkustríð. Reyndar setti hann bara samningana á pásu, en sagði að ef BNA hæfi aftur tilraunir með kjarnavopn myndu Rússar gera það sama. Það var nú öll hótunin. Mestum tíma þessarar 2 tíma ræðu varði hann í að fjalla um velferð fjölskyldna, menntun barna og stuðning við þá sem á þurfa að halda.

Nu ætla ég ekki að halda fram að allt sé gott og blessað í Rússlandi, en á ferð minni um Rússland fyrir 2 árum ræddi ég við eldri konu, kennara um lífið í Rússlandi í dag borið saman við það sem var í sovétinu. Hún sagði margt betra núna en það hefði ýmislegt verið ágætt áður fyrr,t.d.hefdi verið meira starfsöryggi áður fyrr en frelsið í dag vægi upp á móti. Alls staðar sem ég hef komið hefur fólk svipaða sögu að segja. Margt gott en líka eftirsjá eftir gömlum tíma. Meira að segja hér heima.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2023 kl. 22:50

6 Smámynd: Loncexter

Putin er kannski ekki fullkomin, en hann er þó frekar að fara veg Guðs en aðrir leiðtogar.

Hann vill ekki gleðigöngur eða transmenningu og vill efla eðlileg fjölskyldugildi..

Það er algjörlega öfugt við það sem Biden vill. Hvort ætli Guð standi þá með pútin eða Biden ?

Loncexter, 26.2.2023 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband