Sólveig Anna boðar launamisrétti

Sólveig Anna formaður Eflingar kynnir vinnustaðasamninga. Miðlægir samningar stuðla að launajafnrétti. Vinnustaðasamningar taka mið af afkomu einstakra fyrirtækja og eftir atvikum starfsgreina.

Áður hefur formaður Eflingar krafist að launþegar á landsbyggðinni beri minna úr býtum en vinnandi hendur á höfuðborgarsvæðinu. Efling hefur keyrt auglýsingaherferð sem hallmælir nýgerðum kjarasamningum Starfsgreinasambandsins.

Sjái kjarafélög á hverjum vinnustað um kjarasamninga verða verkalýðsfélög í mesta lagi með ráðgjafahlutverk. ASÍ verður óþarft. 

Fyrirtæki eru misjafnlega aflögufær. Veitingamenn lepja dauðann úr skel um þessar mundir en hóteleigendur eru betur staddir. Uppskrift Sólveigar Önnu veit á nær óbreytt laun í veitingageiranum en hærri laun á hótelum.

Vinnustaðasamningar leiða sjálfkrafa til misréttis á vinnumarkaði. Lágmarkslaun verða ólík eftir hvaða atvinnugrein á í hlut og í sumum tilvikum hvaða fyrirtæki er um að ræða.

Ísland er löngum heimsmeistari í launajafnrétti. Sósíalistinn Sólveig Anna vill kollvarpa jafnlaunakerfinu. Sennilega í nafni mannúðar, - eins og sósíalista er háttur þegar þeir hrinda í framkvæmd hugmyndafræðinni.

Meginkosturinn við vinnustaðasamninga er að einstaklingar eins og Sólveig Anna komast ekki lengur í þá aðstöðu að taka þjóðfélagið í gíslingu í þágu pólitískra og persónulegra hagsmuna.


mbl.is Segir fyrirtæki hafa viljað semja beint við Eflingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Vinnustaðasamningarleiða sjálfkrafa til misréttis á vinnumarkaði" Það má líka líta á þá sem leið til að samkeppni verði um vinnuafl sem hlýtur að koma verkalýðnum til góða.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.2.2023 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband