RÚV elur á ótta, skapar óeiningu

RÚV leiddi í gær fram vitni sem iðulega er kallað til að fylkja liði um áhugamál vinstrimanna. Eiríkur Bergmann tók undir RÚV-línuna um að dómsmálaráðherra ylli ótta í umræðunni um flóttamenn. 

Dómsmálaráðherra sagði ástandið stjórnlaust á landamærunum. Úr þeim ummælum bjó RÚV til umræðuna um ótta. 

Í fréttinni í gær var áhugaverð efnisgrein:

Fréttastofa hefur leitað viðbragða annarra ráðherra við hugmyndum dómsmálaráðherra um móttökubúðir flóttamanna en enn sem komið er hefur enginn þeirra tjáð sig.

Þarna er lýst vinnubrögðum RÚV, að skapa óeiningu. Aðferð RÚV er að stilla viðmælendum upp við vegg og spyrja: ertu mannfjandsamlegur?

Flóttamenn í heiminum eru 100 milljónir. Eiríkur og aðrir vinstrivitringar eru ekki spurðir hvernig Íslendingar eigi að bjarga 100 milljónum á flótta. 

Tilfellið er að Ísland breytir engu um flóttamannavanda heimsbyggðarinnar.

Ef fréttastofa RÚV vildi upplýsa almenning yrði sagt frá staðreyndum mála.  Fjallað yrði um álag á innviði, getu samfélaga til að taka á móti flóttamönnum, kostnaðinn. Síðast en ekki síst þá staðreynd að sumir meintir flóttamenn sigla undir fölsku flaggi, eru í leit að betri lífskjörum en ekki að flýja harðræði.

En RÚV gerir ekkert til að upplýsa. Vinnulag RÚV er að ala á ótta og skapa óeiningu. Pólitísk markmið skína í gegn í fréttaflutningi ríkismiðilsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er einmitt kjarni málsins

allt gengur út á að finna og flagga ógæfu, neikvæðni

og taka viðtal við aumingja vikunnar.

Þyrfti það ekki að vera þannig að forsetti íslands væri einnig útvarpsstjóri með einhvrjum hætti,  þannig gæti hann leitt þjóðin hinn rétta veg inn í framtíðina og sýna okkur LAUSNIRNAR = AÐ LEIÐA UMRÆÐUNA.

Jón Þórhallsson, 17.10.2022 kl. 08:31

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta er nú alltaf sama tuggan hjá Eiríki Bergman
Vondir öfga hægri menn og pópulistar
sem eru reyndar allir sem ekki eru  i hans flokki
Þetta hefur hann endurtekið nú í hverju "viðtalinu" á fætur öðru í áratug

Grímur Kjartansson, 17.10.2022 kl. 12:35

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dómsmálaráðherra með pálmann í höndunum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2022 kl. 14:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Upphafleg stofnun ríkissjónvarps var öryggistæki sem varaði landsmenn við skyndilegum náttúruhamförum,í dag eru meira en tugir sem geta séð um það verkefni. --Jón Gunnarsson er virkilega að vinna fyrir sjálfsstæði lands okkar.


Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2022 kl. 15:01

5 Smámynd: rhansen

RÚV hefur virkilega klofið landið með politiskum áróðri ,en sleppt allri frettamennsku og öryggis þáttumm !

rhansen, 19.10.2022 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband