Clinton: Pútín boðin Nató-aðild

Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna skrifar tímaritsgrein og staðhæfir að Rússum hafi verið boðin aðild að Nató um aldamótin en þeir hafnað. Úkraínustríðið snýst um hvort Úkraína fari í Nató og ógni þar með öryggi Rússlands.

Clinton var forseti Bandaríkjanna 1993-2001, á meðan Rússland var í sárum eftir fall Sovétríkjanna. Forsetinn fyrrverandi skrifar tímaritsgrein í Atlantic fyrir fimm dögum og ræðir ástæður stríðsins í Úkraínu. Þar segir um tilboðið til Rússa:

Throughout it all, we left the door open for Russia’s eventual membership in NATO, something I made clear to Yeltsin and later confirmed to his successor, Vladimir Putin.

Tíminn sem Clinton er að ræða er aldamótin, þegar Jeltsin færði Pútín völdin. Þetta eru stórmerkilegar fréttir. En Rússar segja að tilboðið hafi aldrei verið á borðinu.

Dmitry Peskov talsmaður Pútín þvertekur fyrir það að Rússum hafi verið boðin Nató-aðild.

Annar tveggja, Bill Clinton eða talsmaður Pútín, fer ekki rétt með.

Hægt að fletta upp á umræðunni um og fyrir aldamótin. Bandarísk skjöl sýna að frá 1995 hefur Jeltsín forseti Rússland stöðugar áhyggjur af útþenslu Nató. Ef það var raunverulegur vilji í Washington og Brussel að taka Rússland inn í Nató hefði það verið gert. Ólíklegt er að Rússar hefðu neitað, samanber ummæli Pútín í gegnum tíðina.

Bandaríkin vildu einpóla heim. Innrásir í Írak og Afganistan í kringum aldamót er stefnuskráin í framkvæmd. Pútín andmælti einpóla heimi í frægri ræðu í Munchen 2007. Árið eftir bauð Nató Úkraínu og Georgíu aðild að hernaðarbandalaginu með Búkarest-yfirlýsingunni. Rússlandi var ekki boðin Nató-aðild.

Evrópusambandið lét sér vel líka pólitísk og hernaðarleg einangrun Rússlands. Vestræn útþensla í Austur-Evrópu var tveggja þátta, Nató og ESB. Allt gekk þetta greiðlega fyrir sig þangað til Rússar voru nógu öflugir til að segja hingað og ekki lengra. Innrás þeirra í Georgíu 2008 hefði átt að hringja einhverjum bjöllum. Svona eftir á að hyggja.

Dauði og tortíming í Úkraínu hófst ekki með innrásinni í febrúar. Fræjum stríðsátaka var sáð fyrir aldarfjórðungi.  


mbl.is 186 börn verið drepin í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott og vel, ég spyr á móti - ef hægt var að standa öðruvísi að málum fyrir 25 árum síðan, hvaða röð af atburðum eða ákvörðunum hefðu komið í veg fyrir þessa innrás Pútíns?

Í þessu samhengi bendi ég á að Tsétsenía hefur aldrei sóst eftir aðilad að Nató. Samt réðist Pútín inn í landið. Þá fauk sú afsökun Pútíns og Páls, sjáum til hvort Páll hafi fleiri.

Theódór Norðkvist, 13.4.2022 kl. 15:06

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi skrifar: "Dauði og tortíming í Úkraínu hófst ekki með innrásinni í febrúar." Samkvæmt þessum rökum ber Guð, eða Stóri hvellur, ábyrgð á innrásinni í Úkraínu.

Wilhelm Emilsson, 14.4.2022 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband