Þórður Snær í yfirheyrslu lögreglunnar

Ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, er á leið í lögregluyfirheyrslu sem sakborningur í rannsókn á byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma. Ekki er hægt að skilja orð ritstjórans á annan veg þegar hann skrifar í gær ,,Nú þegar við blasir að blaða­menn verði kall­aðir til yfir­heyrslu..."

Síðast skrifaði Þórður Snær um málið í heild sinni 18. nóvember sl. með krassandi fyrirsögn Glæpir í höfði Páls Vilhjálmssonar.

Glæpir í tilfallandi höfði eru staðfestir með lögreglurannsókn. Páli skipstjóra var byrlað, síma hans stolið og hann afritaður á RÚV í byrjun maí á síðasta ári. Fyrir glæpinn var Aðalsteinn Kjartansson fréttamaður RÚV fluttur á Stundina. Þetta var gert 30. apríl. RÚV, Stundin og Kjarninn (RSK-miðlar) höfðu náið samstarf i skipulagi og framkvæmd afbrotsins.

Aðalsteinn á Stundinni og Þórður Snær á Kjarnanum birtu efni úr einkasíma Páls skipstjóra með samræmdum fréttaflutningi 21. maí, sjá hér og hér. RÚV samræmdi fréttaflutning Kjarnans og Stundarinnar en birti ekkert á vettvangi þjóðarfjölmiðilsins. Þóra Arnórsdóttir á RÚV, fyrrum yfirmaður Aðalsteins, er einnig sakborningur. 

Viku áður, eða 14. maí, hafði Páll skipstjóri kært til lögreglu að átt hafi verið við síma hans á meðan hann lá á gjörgæslu vegna byrlunar. Skipstjórinn vissi ekki hverjir áttu aðild að málinu. En það rann upp fyrir honum 20. maí þegar Aðalsteinn og Þórður Snær hringdu í Pál með tíu mínútna millibili.

Núna í febrúar upplýsti lögreglan í greinargerð að X, einstaklingur nákominn Páli, stal símanum og fór með hann á Efstaleiti. Þórður Snær viðurkenndi í fréttinni 21. maí að ,,lögbrot" var ,,framið" en bara ekki af ritstjórn Kjarnans. Aðrir sáu um glæpinn en Kjarninn naut góðs af - er þjófsnautur.

Eftir að glæpurinn var framinn og afraksturinn birtur í fjölmiðlum héldu blaðamenn RSK-miðla áfram sambandinu við X, verktakann sem sá um byrlun og stuld. En þá var lögreglan komin á sporið og fylgdist með atburðarásinni. Stundum er það yfirhylmingin kemur glæpamönnum í koll.

Þórður Snær og félagar hans á RSK-miðlum vilja friðhelgi blaðamanna til að stunda afbrot, ef í húfi er fréttaefni. Í siðuðu samfélagi gengur það ekki. Allra síst þegar glæpamenn er að finna innan raða blaðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Margt gerist í höfði fólks.

Ekki skal ég rífast við rökfærslu þína.

En þú ert ekki einu sinni eyland þegar þú safnar að þér aumkunarverðu fólki sem upplifir blæti þegar það les um þjáningar annarra á vígvöllum Úkraínu.

Það er svo mikil feigð yfir þér Páll, þú virðist ekki þekkja þau mörk þar sem þú skýtur þig í fótinn, eins og þú mætir sárinu og blóðleysinu með kóun vitleysinga.

Siðferðislegra brenglaðs fólks, án samhygðar eða mennsku.

Það er eins og það sé eitthvað að þér Páll, að þú sækir í feigðina, lengi ofsóttur, trúir ekki lengur þínum eigin sannleik.

Sem minnir mig á það, hvenær datt þér í hug að þú einn gætir varið Samherja??

Veit ekki, en það veist þú.

En færsla þín er góð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2022 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband