Ísland eftir Úkraínustríđiđ

Stríđinu í Úkraínu linnir, vonandi fyrr heldur en seinna. Eftir stríđiđ verđa öryggis- og varnarmál Evrópu ekki eins og ţau voru fyrir. Tvćr stćrstu fréttirnar, fyrir utan innrásina sjálfa, eru ađ Nató heldur ađ sér höndum í evrópustríđi annars vegar og hins vegar ađ Bandaríkin ţvo hendur sínar af örlögum Úkraínu.

Afstađa Bandaríkjanna felur í sér ađ Evrópa ţarf ađ finna sínar eigin lausnir í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkin eru í reynd međ sömu afstöđu og ţau höfđu í upphafi bćđi fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Washington leit svo á evrópskur hrepparígur vćri sér óviđkomandi. Ekki fyrr en stórkostlega hallađi á Breta og Frakka létu Bandaríkin undan ţrýstingi og tóku afstöđu.

Bretar, Ţjóđverjar og Frakkar halda ađ sér höndum í Úkraínustríđinu. Á međan svo er verđur stríđiđ stađbundin hjađningavíg í austri. En fari svo, sem meiri líkur eru á en minni, ađ Rússar hafi betur og leggi undir sig Úkraínu er Rússland orđiđ stórhćttulegt Vestur-Evrópu. Úkraína er nćr tvöfalt stćrra land en Ţýskland og međ 45 milljónir ţegna.

Stóru ríkin á meginlandi Vestur-Evrópu, Frakkland og Ţýskaland, verđa ađ finna leiđ til ađ lifa međ rússneska stórveldinu. Bandaríkin, og ţar međ Nató, verđa fremur áhorfendur en gerendur í ţeirri ţróun.

Bandaríkin verđa áfram ađilar ađ Nató og styđja Vestur-Evrópu gegn vaxandi veldi Rússa. En Washington mun ekki, líkt og í kalda stríđinu, telja sér lífsnauđsyn ađ hafa ađalvarnarlínu sína í Miđ-Evrópu. Rússland mun ekki, eins og Sovétríkin, ógna bandarískum hagsmunum um víđa veröld. Í fáum orđum: séđ frá Bandaríkjunum verđur Rússland evrópskt vandamál.

Ísland er ekki hluti Vestur-Evrópu í skilningi öryggis- og varnamála. Bandaríkin munu taka Ísland, Grćnland og Bretland fyrir ţađ sem ţessi lönd eru í landfrćđilegum skilningi; eyjar á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu.

Af ţessu leiđir ađ Ísland verđur í fremstu varnarlínu Bandaríkjanna gagnvart mögulegri ógn úr austri. Ţetta eru ekki ný tíđindi. Ţeir sem teljast til raunsćisskólans í akademískri umrćđu um bandarísk varnarmál, t.d. John J. Mearsheimer og Stephen M. Walt, hafa talađ fyrir aftengingu viđ langt-í-burtu hagsmuni. Bók Walt, Víti góđra áforma, er útlegging á nýja fagnađarerindinu í bandarískum varnarmálum.

Íslendingar geta ţakkađ sínum sćla ađ Samfylkingu og Viđreisn tókst ekki ađ ţvćla okkur inn í Evrópusambandiđ. Viđ getum tekiđ á málum af yfirvegun og raunsći. Ef Ísland vćri hjálenda ESB vćru hagsmunar okkar í gíslingu á meginlandi Evrópu.


mbl.is Macron býst viđ ţví versta eftir símtal frá Pútín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband