Rússar afhjúpa veikleika ESB

Evrópusambandið er pólitískt stórveldi, stjórnar 500 milljón manna markaði. En ESB er dvergur í hernaði. Rússlandi er aftur hernaðarlega sterkt en þótti ekki vega þungt í alþjóðastjórnmálum til skamms tíma.

Rússland lætur reyna á hernaðarstyrk sinn í Úkraínu. ESB sýnir mátt sinn á samfélagsmiðlum. Hernaður færir landamæri og náttúruauðlindir skipta um hendur. Samfélagsmiðlar búa til hughrif og tilfinningar án fótfestu í hörðum heimi blákaldra staðreynda.

Gangi það fram, sem virðist líklegt, að hernaður Rússa færi þeim forræði yfir Úkraínu, er pólitískt kapítal ESB uppurið. Brusselvaldið óx og dafnaði í heimi án hernaðar. Rússnesku stálin stinn afhjúpuðu valdleysi evrópskra stjórnmála. Þýski kanslarinn kveikti fyrstur á perunni og fyrirskipaði að þýski herinn skyldi sem fyrst ná styrkleika sem hann hefur ekki haft síðan Hitler var og hét.

Nató er þykjustuhernaðarbandalag þegar úfar rísa í Evrópu og Washington er stríðsþreytt. Austursókn ESB á þessari öld studdist við Nató sem ekki þurfti að hleypa af skoti. Innrás Rússa í Úkraínu, sem átti samkvæmt forskrift Brussel að verða bæði ESB-land og Natóríki, sýnir Nató sem skátalið - hæft til að standa heiðursvörð en einskins annars.

Ef Rússland innlimar Úkraínu, sem enn er óvíst, telur sambandslýðveldið sem stýrt er frá Moskvu um 190 milljónir þegna. ESB er áfram 500 milljónir. Munurinn er sá að Rússland er með hernaðarvél sem má sín einhvers, en ESB ekki.

Hvert um sig geta ESB-ríkin vígvæðst. En það tekur stóru ríkin, Frakkland, Þýskaland og Ítaliu, áratugi að nálgast Rússland. Einn ESB-her yrði fyrri til að máta sig við björninn í austri.

Einn ESB-her fæli í sér eitt ríki, Stór-Evrópu. Eins og bæði Napóleon og Hitler dreymdi um. Ekki er það fyrirsjáanleg aturðarás.

Hver er valkosturinn? Jú, að vingast við Rússa. Eitthvað sem ESB hefði betur gert fyrir lifandi löngu. Kynslóðin er komst til valda í ESB eftir kalda stríðið hélt að heimurinn lyti frjálslyndum lögmálum og pólitískt vald væri æðst gæða. Það reyndist tálsýn. 

 

 


mbl.is Segir nýtt kalt stríð hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála. Úkraína hefur verið leiksoppur fjárfesta og stjórnmálamanna sem hver um annan hafa makað krókinn á spillingunni sem þar hefur þrifist. Nú lýkur því tímabili vonandi.

Megi þá ukraiskur hagur fara batnandi. 

Ragnhildur Kolka, 3.3.2022 kl. 10:44

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sem sé, frjálslynd Evrópa er tálsýn, meira sameinuð Evrópa með sameiginlegan her er samt vond hugmynd, svo Evrópa á að vingast við keisarann í austri sem vill íhaldsemi, minna frelsi, óligarkíu (öllu heldur kleptókrasíu) og hikar ekki við að senda orustuþotur á grannríki og bræðraþjóðir...

Skeggi Skaftason, 3.3.2022 kl. 14:21

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rússar, Skeggi, hikuðu nokkru lengur en Bandaríkin gagnvart Afganistan og Írak.

Páll Vilhjálmsson, 3.3.2022 kl. 14:52

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

OG þú búinn að breytast í kaldastríðskomma ...

En umræðan var reyndar um Evrópu.

Skeggi Skaftason, 3.3.2022 kl. 14:58

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Umræðan er um heimsveldi og hvernig þau haga sér. Og, auðvitað, um ESB.

Páll Vilhjálmsson, 3.3.2022 kl. 15:01

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kolka, þar sem þú þykir vera innabúðar í þeim flokki sem mest hefur verið tengdur, að sögn, við spillingu, þ.e Sjálfstæðisflokki, hvað af eftirtöldu atriðum er snýr beint að ákvörðunartöku þinna félaga mætti vera á lista eins og þú orðar það ""hafa makað krókinn á spillingunni sem þar hefur þrifist" .

    • Sala á Íslenskum Aðalverktökum

    • Dæmt framferði f.v formanns Sjálfstæðisflokksins v/ vanrækslu í starfi í undafara efnahagshrunsins.

    • Skipan dæmds f.v Dómsmálaráðherra dómara við Landsrétt ?

    • Skipan dæmds f.v (settan) Dómsmálaráðherra ,sonar þ.v forsætisráðherra og formanns Sjálfsstæðisflokksins

    • Gjafagjörnin þ.v Seðlabankastjóra við afhendingu 500 milljóna Evra til Kaupþingsbanka 

    • Tilraunir þ.v Borgarstjóra og félaga í Sjálfsstæðisflokknum við að koma eigum OR í hendur fjárfesta, sbr Rei-málið

    • Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins 2006 og FL-group.

     

    Hvar yrðu þessi atriði sem spillingaratriðið á þínum lista, svona þegar rætt er um að maka krókinn og stjórnmálamenn og konur ?

    Spyr sá sem ekki veit ....

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.3.2022 kl. 15:03

    7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

    Ég held að Úkr. liðist í þrennt, Galisía verði sjálfstæð í vestri (undir lofthelgisvernd Nató), Úkraína verði héruðin í kríngum Kiev og rússneskumælandi héruðin verði sjálfstæð á borð við Donbass héruðin í einhverju lausbundnu ríkjasambandi, og þau veiti Rússum herflutningaleyfi um lendur sínar.

    Já, ESB er hrunið innanfrá og Nató einnig. Vesturlönd eru búin að vera og kúpluðu sig sjálf út, fyrst með 24urra mánaða þjóðarmorði á eigin fólki - skilst að hraðbankar í Ástralíu séu lokaðir núna - og svo núna með móðursýki sinni vegna Rússa.

    Takk fyrir fína greiningu.

    Guðjón E. Hreinberg, 3.3.2022 kl. 16:52

    8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

    Sigfús, þú rekur vandlega það sem dunið hefur á sjálfstæðismönnum í gegnum tíðina varðandi spillingu.

    En Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og fleiri vinstriflokkar sem þykjast hafnir yfir spillingu daðra við aðra og verri spillingu, sem er að elska Evrópusambandið sem er flækt inní valdavef Sorosar og Bill Gates, og Guðjón Hreinberg hefur til dæmis útskýrt það vel. 

    Þessi innanlandsspilling sjálfstæðismanna er frændhygli sem einnig viðgengst í öðrum löndum. Spilling er mæld eftir því hvernig landsmenn upplifa hana. Þegar Íslendingar voru montnir og stoltir Samherjavinir með kvótakerfið í blóma mældist hér engin spilling því enginn kannaðist við hana. Hvernig ætli þetta sé með þau lönd þar sem lítil spilling mælist? Fólk sem vill ekki kannast við hana?

    Alþjóðavæðingin og fjölmenningin hinsvegar hafa leitt af sér arðrán í stórum stíl og síversnandi stöðu miðstéttarinnar um allan heim, ekki síður lágstéttanna.

    Þið vinstrimenn viljið loka augunum fyrir því oft.

    Ég er þeirrar skoðunar að staðbundin lókalspilling geti verið vörn geti fjölmenningarspillingu á stærri skala. Píratar starfa í skjóli erlendrar spillingar en vilja ekki viðurkenna það eða sjá, benda bara á litlu flísararnar í okkar menningu. Hræsnarar af fyrstu gráðu og valdafíklar.

    Ingólfur Sigurðsson, 3.3.2022 kl. 16:53

    9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

    Nú, bæði Skeggi og Sigfús vaknaðir. Þá er líklega eitthvað farið að slettast á Samfylkinguna, þegar stórskotaliðið er kallað út. En Sigfús, þú þarft ekki endilega trúa öllum þvættingnum sem Samfylkingin setur á flot. Það eru nefnilega, blessunarlega, ekki allir í sama sparðatíningnum og hún.

    Það er hins vegar borðleggjandi staðreynd að Biden keypti høfuð saksóknara í Ukrainu fyrir milljarð dollara. En saksóknarinn var að kanna kranann sem notaður var til að þvo peninga til fjölskyldu Bidens. Svo þarf hergagnaiðnaðurinn að fá sitt og þá er heppilegt að leppstjórnin í Úkraína sé látin kaupa hergøgn fyrir lánin sem þröngvað er upp á hana. Minnir dálítið á hvernig ESB sökkti Grikklandi á sinum tíma.

    En þú blæst og blaðrar um ófullkomnar fundargerðir í miðju fjármálahruni. 

    Ragnhildur Kolka, 3.3.2022 kl. 17:03

    10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Ingólfur- Þú mátt reyna smyrja saman þeim flokkum sem ekki hafa stýrt hér málum í meir en 70% af lýðveldistimanum og ræða þar um spillingu, næs træ.

    Sleggjurnar með Soros , Gates og aðra eins er doltið þreyttar plötur. Eiginlega ónýtar, enda spilarðar í gegn með aðstoð miðils er rímar við flögu.

    Það er þitt að nota 33 snúninga plötur...

    Þú mátt svo færa rök um meinta spillingu Pírata, þú stýrir þeim æfingu alveg einn.

    Ef menn og konur, höfundur, Kolka og þú styðja að einangrunnarstefnu, þá fyrst byrjar spillingin að telja.

    Hvaða hópur var það aftur sem hafði mest upp úr hafta- og skömmtunarstefnunnin sem var rekin hér á miðri síðustu öld. Hvað hét greinin sem grenjaði mest hér eftir 1992, þegar allir máttu flytja inn það sem þeir vildu selja ?

    Í hvaða flokki voru þeir flest allir ?

    Spurðu Kolku, hún þekkir þetta.

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.3.2022 kl. 17:04

    11 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

    Sigfús, já það er frekar nýtt að Píratar séu kenndir við spillingu,(þú segir að ég stjórni þeim æfingum einn, en það er ekki rétt, Útvarp Saga hefur fjallað um það með svipuðum orðum), og ríkidæmi Sorosar og Gates hefur áhrif á okkar land, það hefur áhrif á öll lönd. Fólk er fjármagnað og efnahagskerfi heimsins eru fjármögnuð af svona aðilum til að ýta atvinnulífinu í ákveðna átt, fjölmiðlar eins og RÚV eru kostaðir af þeim og ríkisbáknin í heild, útbólgin af stuðningi Sjálfstæðisflokksins og sambærilegra flokka, sem eru jafnaðarflokkar en ekki hægriflokkar nema að hluta til núorðið.

    Haftastefnan á síðustu öld í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafði sína galla, en það var þó vel kristin kynslóð sem þá lifði full af náungakærleika. 

    Um leið og sjálfstæðismenn fara að verða kjarkaðri og beittari aftur kemur þessi málflutningur fram, að mengun umhverfisins, stórgróði risafyrirtækjanna og annað er tengt Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn, ekki síður en Sjálfstæðisflokknum. 

    Af því að sjálfstæðismenn hafa verið við völd en ekki í andstöðu eins og þú segir lengi, hafa þeir gert með sér sátt við vinstriflokkana, að þegja og leyfa þeim að berja á sér. Það er hluti af hinni íslenzku spillingu.

    Útvarp Saga er ekki þannig.

    Ingólfur Sigurðsson, 3.3.2022 kl. 17:21

    12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Ingólfur- ég átta mig á þinum málflutningi.

    Þegar rökunum fækkar, þá er farið í umræðuna um gildin = "kristin kynslóð sem þá lifði full af náungakærleika"

    Þannig að sú haftastefna og sú mismunum og ójöfuður sem því fylgdi var í lagi af því að það var "kristilegt" ?

    Einmitt.

    Það eru líka til þeir sem fylgja Pútín og slíkum kónum, af því einmitt að þeir eru með réttu gildin, kristin gildi.

    Sem útleggst þá þannig að samkynhneigð er off, friðsamleg mótmæli eru off, tjáningafrelsið er off.

    Gott og vel, þú styður það, ég styð annað.

    Ég styð t.d ekki það þegar dómsmálaráðherra einn, einmitt úr Sjálfstæðisflokknum lét hneppa 75 einstaklinga í stofufangelsi fyrir það eina að veifa gulum lit.

    Þá mátti ekki mótmæla og má greinilega ekki enn, þá á Íslandi og nú í Rússlandi.

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.3.2022 kl. 17:29

    13 Smámynd: Skeggi Skaftason

    Stefna Páls og þjóðernishægrisins íslenska sem sé að það eigi að lúffa fyrir Pútín, viðurkenna að Rússar séu heimsveldið sem skuli ráða lögum og lofum í Evrópu. Skítt með frelsi og frjálslyndi. Seljum þeim bara fisk og reynum að græða.

    :(

    Skeggi Skaftason, 4.3.2022 kl. 10:07

    14 Smámynd: Kristinn Bjarnason

    Skeggi, mér sýnist efnahagsþvinganir á rússa aðallega bitna á Íslandi. Núna ætla Íslendingar að þvinga sjálfan sig enn meira en komið er með því að banna rússneskum túristum að koma hingað. Ég held t.d.að viðskipti milli þjóðverja og rússa hafi aldrei verið meiri heldur en þegar þessar svokölluðu þvinganir stóðu sem hæst síðast. Það eru einhverjir allt aðrir sem eru taka af okkur frelsið en rússar. Það eru t.d. mjög skrítnir hlutir búnir að gerast í sambandi við þennann vírus þar sem frelsi og mannréttindi eru mölbrotin.

    Kristinn Bjarnason, 4.3.2022 kl. 15:07

    15 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Kolka- Ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki náð að svara þinu svari, þó snautlegt sé, ekki fjarri því sem íhaldsfólk gerir, Pútin, Davíð, Páll Villhjálmsson eðs sjálf Kolka, tekur það minnsta sem hægt er og svo er snúið út úr hinu.

    "Á meðan laufin sofa, liggja spaðarnir andvaka" 

    Sérhver er þvættingur, hann má víða sjá. T.d í þinu svari með "[..]að Biden keypti høfuð saksóknara í Ukrainu fyrir milljarð dollara"þiu Auðvitað er þér frjálst að hafa þá skoðun, ekki öðruvísi en þegar alllur kórinn hér og þú söngst það hæsta tendór, í rangri tóntegund auðvita þýðir minni að syngja í B# þegar kórinn syngur í D, þegar eftirlifandi sonur n.v forseta USA átti að hafa týnt tölvu sem átti að sanna allan Qanon áróðurinn. Auðvitað sprakk sú blaðra, ekki sú síðasta. Kolka, það er kauðslegt að sjá hvering þu sérð spillinguna, gerspillta stjórnmálamenn, sanna samherja allstaðar í "vondu löndunum" á meðan þú, ég, við ættum að getað litið okkur nær. En þu heldur bara áfram að riðlast á straurnum eins rjúpan góða.  Til að létta þér störfin við gagrnýni á önnur lönd, þá skal ég auðfúslega taka vaktina hér heima við.Bæti svo við á listann minn hér að ofan nýjustu æfingar þinna manna:https://bit.ly/3pEeE2q Alveg merkilegt hvað það er að flækjast fyrir þinum mönnum og konum, samherjum í FLokknum að stýra hér ráðueytum. Ein vill ekkert með að gera ráð frá opinberum starfsmönnum ráðuneytum og klúðrar nýju réttarúrræði á meðan ein brýtur lög, kennir sömu starfsmönnum um og þyrlar sér upp, sér til skemmtunar. En allt í lagi, ég legg mig bara aftur, fram að næsta skandal í þinum FLokki. Þú, aðalspaði og verndari íslenskrar spillingar á Fróni tekur bara vaktina áfam. Góða vakt. 

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.3.2022 kl. 13:44

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband