Ísland í endurskoðun Bandaríkjanna

Þjóðaröryggismál Bandaríkjanna eru í endurskoðun. Eftir 30 ára forræði herskárra frjálslyndra eru raunsæismenn komnir með yfirhöndina. Stríðslystugir frjálslyndir öttu Bandaríkjunum á foraðið í Afganistan, Írak, Úkraínu, Sýrlandi og Líbýu. Eftirtekjan var rýr.

Raunsæismenn í utanríkispólitík, t.d. Stephen M. Walt, vilja að Bandaríkin láti af hlutverki sínu sem alheimslögregla og byggi upp varnarlínu nær heimahögum.

Ísland er miðja vegu milli Ameríku og Evrópu og yrði útvörður Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi, samkvæmt þeim kenningum sem sækja í sig veðrið í Washington.

 


mbl.is Trump sagður vilja semja við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er rétt að kenna frjálslyndum um þessi stríð? Það voru nú repúblíkanar sem komu þeim í þessa mýri með ólöglegri árás í upphafi. Vissulega hafa allar stjórnir síðar viðhaldið brjalæðinu enda hægara í að fara en úr að komast.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2019 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband