Gréta, Pútín og vinstrimenn

Olaf Scholz ćtlađi ađ verđa loftslagskanslari Ţýskalands en verđur stríđskanslari, segir í frétt Die Welt. Scholz líkt og ţorri vinstrimanna á vesturlöndum er sannfćrđur um ađ heimurinn sé á heljarţröm vegna manngerđra loftslagsbreytinga.

Eftir fall Sovétríkjanna og lok kalda stríđsins glötuđu vinstrimenn baklandi í baráttunni gegn kapítalisma, sem eđli málsins samkvćmt er manngerđur. Loftslagsógnin varđ nýja baklandiđ. Vinstrimenn máttu vita ađ loftslag verđur ekki afhjúpađ sem svikamylla, líkt og Sovétríkin og kommúnisminn. 

Ógnarorđrćđan um hamfarahlýnun fellur vel ađ átakakenningum vinstrimanna ađ mađur sé manni úlfur. Mađur ţarf ekki ađ skilja vísindi til ađ trúa, ekki frekar en ađ lesa Marx til ađ vera sósíalisti. Trú og sannfćring eru allt, rök og stađreyndir ekkert.

Loftslagsógnin sameinar vinstrimenn á Fróni, ţótt svo hátti til ađ ţeir starfi í mörgum flokkum. Krafturinn í orđrćđunni var slíkur ađ nokkrum dögum fyrir kosningar varđ Framsókn loftslagsflokkur, a.m.k. í orđi.

En nú eru blikur á lofti. Pútín í Rússíá er orđinn helsti ógnvaldur mannkyns, nánast á einni nóttu - nánar tiltekiđ ađfararnótt 22.02.2022 ţegar hann tók fyrstu sneiđina af Úkraínu.

Pútín er ţćgilegur andskoti hćgrimanna. Hann er einfaldlega endurholdgađur Stalín. Vinstrimenn eru aftur í ţeim vanda ađ sumir hafa skráđ í erfđaefniđ sitt samúđ međ öllu rússnesku. Í hundrađ ár og fimm betur er Rússland móđurland byltingarinnar.

Pútín sem ógnvaldur ónýtir andstöđu Vinstri grćnna viđ Nató. Sósíalistar Gunnars Smára saka gagnrýnendur Pútín um auđvaldsţjónkun. Viđreisn getur ekki trompađ Sjálfstćđisflokkinn í Pútínandstöđu. Samfylking og Píratar finna ekki múslíma á flótta undan Pútín og hafa ţví ekkert til málanna ađ leggja.

Verst af öllu fyrir vinstrimenn er ađ á međan Pútín gerir út skriđdreka og eldflaugar nennir enginn ađ hlusta á loftslagsfréttir. Innst inni veit almenningur ađ manngert veđur er bábilja. Frá ţví ađ jörđin fékk lofthjúp hafa skipst á skin og skúrir međ tilheyrandi breytingum á hitastigi og koltvísýringi í andrúmsloftinu.

Ađeins međ stöđugum áróđurshernađi var hćgt ađ blekkja nógu marga í senn til ađ halda loftslagssýningunni gangandi. Frá lokum kalda stríđsins sárvantar illmenni í vestrćna söguţráđinn. Osama bin Laden og Hussein í Írak voru ekki einu sinni aukaleikarar, ađeins leikmunir. Pútín, á hinn bóginn, er međ alla burđi til ađ standa undir frásögn um baráttu góđs og ills. Hćngurinn er sá, fyrir vinstrimenn, ađ ţó nokkrir ţeirra eru laumuskotnir í ţeim rússneska. Svo er hitt, sem ekki síđur er vinstrimönnum sárt, ađ ţeir ganga í bandalag međ Bandaríkjunum og Nató í gagnrýni á Pútín. 

Takmörk eru fyrir hvađ fólk nennir ađ óttast margt í einu. Hernađarmaskína Pútín ađ störfum í Úkraínu er myndrćnni en skógareldar í Ástralíu. Go figure, eins og Kaninn segir, hvor ógnin ýti hinni úr kastljósinu.

Hliđarafurđ Úkraínustríđsins er ađ loftslagsógnin er ekki lengur meginviđfangsefni stjórnmálanna. Gréta á ekki sjens í Pútín.


mbl.is Tal um endalok Pútíns tálsýn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ţađ má sem sagt segja ađ innrásin í Úkraínu tók allt loft úr kanslaranum?

Theódór Norđkvist, 5.3.2022 kl. 12:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband