RÚV yfirtekur BÍ - en kvartar undan Samherja

Fréttamenn á RÚV eru í Félagi fréttamanna, sem er innan vébanda BHM. En til að styrkja stöðu sína ákváðu RÚV-arar að yfirtaka Blaðamannafélag Íslands, BÍ, með framboði Sigríðar Daggar.

Heiðursmannasamkomulag hefur verið um að fréttamenn RÚV láti BÍ í friði enda taka þeir laun samkvæmt kjarasamningi Félags fréttamanna. 

Yfirtaka RÚV á BÍ var gagngert til að styrkja stöðu RÚV í áróðursstríði gegn Samherja. Sigríður Dögg var varla sest í formannsstólinn þegar hún hóf atlögu að Morgunblaðinu fyrir að birta auglýsingu frá Samherja. 

En, sem sagt, Samherji má ekki hafa skoðun á hvernig RÚV sækir sér skotfæri í áróðursstríðinu. Segir RÚV.


mbl.is Samherji hafi reynt að hafa áhrif á formannskjör BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Áægti höfundur.

Eðlilegt að hafa sínar skoðanir á ákveðnum málum, höfundur hefur heldur betur sýnt fram á það.

Nú kemur höfundur með söguskýringu sem höfundur líklega túlkar sem "staðreynd".

Þessu er þá haldið fram "[..]Yfirtaka RÚV á BÍ var gagngert til að styrkja stöðu RÚV í áróðursstríði gegn Samherja". Hefur höfundur eihvern vísir af sönnunum á þessari fullyrðingu eða er verið að skjóta út í geim með sína skoðun í æsifréttastíl, dnn á ný ? 

Mætti halda að höfundur væri liðinu með Bogesen. 

Et tu ágæti höfundur ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.5.2021 kl. 16:54

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

Því miður hefur borið á því í okkar þjóðfélagi að sumu megi ekki hallmæla, og hvað þá meira talað um viss fyrirtæki. En kannski vilja sumir ekki að sannleikurinn komi í ljós og fái leigupenna til að skrifa. Því miður þá er Ísland svo rotið stjórnmálalega séð því miður, stjórnmálamenn hygla sér og sínum flokksbræðrum (konum) og virðast ekki skammast sín. Og þetta á við alla flokka sem hafa verið í ríkisstjórn síðan 1991. Og fyrst að ekki megi minnast á stærsta útgerðarfyrirtækið, má þá ekki minnast á allt kennitöluflakk sem að ríkisstjórnin hefur ekki haft dug í sér að stoppa út af kannski vildarvinaklíkunni? Síðastliðin 8 ár hefur almenningur þurft að borga fyrir kennitöluflakk rúmlega 650 milljarða sem hefði verið hægt að nota í almannaþjónust. Og með auðlyndirnar okkar þá vantar stjórnarskrána eins og almenningur kaus um og um Pál veit ég ekki hvort hann kaus um nýju stjórnarskrána? Þetta er bara hugrenning frá mér!

Örn Ingólfsson, 22.5.2021 kl. 17:19

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Örn, höfundur er íhaldsmaður par exelans.

Hann vill að útgerðir eigi auðlindir, að færri hafi meiri rétt til að kjósa en fleiri og að n.v stjórnarskrá sé brotinn sí og æ þegar kemur að alþjóðasamningum.

Höfundur vill sjá auðinn færarst á enn færri hendur, ef e-ð er að marka skrif hans hér.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.5.2021 kl. 18:01

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ágæti Sigfús Ómar
Ekki ert þú að halda því fram í alvöru að RUV (með sína skylduáskrift 18.900 kr per haus) hafi ekki staðið í áróðurstríði gegn Samherja

Grímur Kjartansson, 22.5.2021 kl. 20:08

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fréttamenn hjá RÚV hafa verið í Blaðamannafélagi Íslands í áratugi og til dæmis fengið tilnefningar og viðurkenningar til blaðamannaverðlauna. 

Fróðlegt væri að fá nánar greint frá því sem kallað er "heiðursmannasamkomulag" um að fréttamenn megi ekki taka neinn þátt í því sem fylgir því að vera í Blaðamannafélaginu. 

Ómar Ragnarsson, 22.5.2021 kl. 23:28

6 Smámynd: Örn Ingólfsson

 Sigfús Ómar ekki veit ég hvaða flokk Páll hefur kosið, en það er í nýju stjórnarskránni það sem að almenningur kaus og það ætti að virða það! Enga endurskoðaða nýja stjórnarskrá frá forsætisráðherra eftir ritskoðun og yfirferð yfirvaldsins! Ef að nýja stjórnarskráin sem við kusum um verður ekki samþykkt þá er verið að halda áfram braskinu og spillingunni! Nú arður og flutningur eignahalds til barna og jafnvel ófæddra hefur viðgengist til að flytja eignir í áratugi innan ýmissa stjórnmálaflokka til að sporna við því að borga skatta á meðan að almenningur hefur ekki þessi úrræði heldur er skattpíndur til að borga sukkið! Það væri frábært að hafa sömu lífeyrisréttindin eins og opinberir starfsmenn hafa ekkert hirt af þeim frá Tryggingastofnun út af ofreiknuðum? bótum! Nú er Tryggingastofnun að fara að borga út einhverja peninga en því miður eru engir vextir borgaðir með því Tryggingastofnun er víst ásamt öðrum ríkisstofnunum undanþegin að borga vexti af því sem ríkisstofnanir skulda almenningi! En almenningur er hundeltur með allskonar vexti yfir liggur við í Sumarlandið! Það er ekkert gefið eftir til að finna krónurnar hjá almenningi, skítt með kennitöluflakkarana og arðræningja auðlynda 99,98%Íslendinga

Örn Ingólfsson, 23.5.2021 kl. 06:30

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Heiðraði Grímur, þó svo að einn kunni ekki að meta einn fréttaflutning, þá þarf það ekki að vera áróður eða hvað ?

Mér finnst gott að blaða-og fréttamenn segi fréttir af spillingu.

Þár má auðvitað finnast það verra, það er þitt.

Hitt er svo staðreynd að traust til fréttastofu RÚV fer vaxandi, ef e-ð er að marka könnum MMR frá því í nóvember sl,sjá hér: https://bit.ly/3fcFfyX

Samkvæmt þeirri könnum telja þá ríflega 70% þjóðar fréttastofu RÚV traustins verð. Það hlýtur að svara spurningu þinni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.5.2021 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband