Íslensk menning, góðan daginn

Íslenska stendur höllum fæti í alþjóðaþorpinu þar sem flestir tala einhverja útlensku. Til skamms tíma hafði landinn litar sem engar áhyggjur af útreið tungumálsins í heimsþorpinu.

Opingáttarstefnu var fylgt í menningarmálum. Ekkert mátti skerða blessað frelsið sem átti að færa okkur hamingju, velsæld og gott ef ekki langlífi líka.

En nú ber svo við að fréttamiðlar sameinast í andófi gegn erlendum félagsmiðlum og sjónvarpsstöðvar gegn útlendum streymisveitum undir þeim formerkjum að frelsið sé allt íslenskt lifandi að drepa.

Erum við að tala um endurreisn íslenskrar menningar?


mbl.is Undirverðlagning og ójafn leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fremsti hugsuður landsins sá sem að á að vera að LEIÐA þjóðina hinn rétta veg inn í framtíðina þarf að vera með puttana á púlsinum á því sem að er að gerast; t.d. tengt leitinni að háþroskuðu lífi í geimnum.

Hver tók t.d. við keflinu af Gunnari Dal

sem fremsta heimspeking landsins sem að kepptist við að leysa lífsgátuna

allan daginn og skildi eftir sig margar bækur því tengdu?

----------------------------------------------------------------------------

Það er ekkert að því að tileinka sér erlenda menningu;

t.d. Nýja-testamentið

og allskyns viðfangsefni tent leitinni að lífinu í geimnum.

ÞAÐ ER BARA EF AÐ ÞAÐ LEIÐIR TIL FRAMFARA.

Myndum við ekki t.d. segja að hin erlenda KRISTNI hafi verið framfara-skref

fram yfir þá heiðnu siði sem að voru fyrir í landinu.

(sbr. kvikmyndirnar Hrafninn flýgur og Gísla saga Súrssonar).

Jón Þórhallsson, 24.2.2021 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband