Bretar græða á Brexit

Bretar munu vinna sig fyrr úr farsóttinni en meginlandsþjóðir Evrópu. Eftir að losna úr viðjum Evrópusambandsins - með Brexit - geta Breta tekið mið af aðstæðum heima fyrir og klárað sín mál án atbeina Brussel.

Yfir meginlandi Evrópu hvílir hrammur skrifræðisins í Brussel sem krefst að ein lausn miðstýrð skuli yfir alla ganga. Það er uppskrif af hörmungum, eins og nýfengin reynsla sýnir svart á hvítu.

Efnahagur Breta mun taka við sér eftir að bönd eru komin á Kínaveiruna. Á meginlandinu súpa menn seyðið af ráðstjórn embættismanna sem ekki eru í neinum tengslum við evrópskan almenning.


mbl.is Lífsgæðin eigi eftir að batna til muna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það vinna 35.000 þúsund manns í skrifræðinu hjá Eu Brussel og annarsstaðar.

Í Brexit landinu vinna 60.000 manns hjá bara hjá tollinum og það var fyrir Brexit .....líklega að tvöfaldast hjá þeim núna ? 

Er ekki betra að hætta að tala um skrifræði?

kv. Sveinn

Sveinn Ólafsson, 23.2.2021 kl. 12:53

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tvennt, Sveinn. Opinberir starfsmenn og fjöldi þeirra er ekki endilega merki um skrifræði. Kennarar og heilbrigðisstarfsmenn eru t.d. ekki merki um skrifræði.

Annað hitt er að mikið eða lítið skrifræði er metið eftir völdum embættismanna annars vegar og hins vegar hversu nærri eða fjarri þeir eru almenningi. Embættismenn í Brussel hafa töluvert mikil völd og þau fara vaxandi hin seinni ár. Og enginn getur sagt að skrifborðsstjórnandi í höfuðborg Belgíu sé nærri almenningi í ólíkum þjóðríkjum álfunnar. Þó ekki nema væri sökum þess að Evrópa á sér ekki eitt heldur mörg tungumál.

Páll Vilhjálmsson, 23.2.2021 kl. 14:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur ESB getað skilað ársreikningum til þessa? Hafa starfsmenn fengið laun sem eru fram talin til skatts? Eða er öll vinna hjá ESB skattfrjáls? 

Manni skilst að hluti af pólitískri sannfæringu Samfylkinarflokkanna sé vonin um góða vinnu hjá Brussel. Þar séu ýmis fríðindií boði sem ekki fást annarsstaðar

Halldór Jónsson, 23.2.2021 kl. 15:46

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef ísland væri í ESB þá værum við nú í vandræðum vegna sóttvarnartakmarkana á landamærum sbr  

Sex ríki fá viðvör­un vegna landa­mæra

Sex ríki fá viðvörun vegna landamæra (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 23.2.2021 kl. 15:54

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki að það skipti meginmáli, en starfsfólk Evrópusambandsins munu víst vera vel yfir 60.000, oft eru tölulegar upplýsingar fljótar að breytast.

https://euemployment.eu/european-commission-employee-number/

En það breytir því ekki að fjölda mörg aðildarlönd hafa auðvitað mikið fleira starfsfólk.  Þannig er Frakkland með ríflega fimm og hálfa milljón, Þýskaland hefur að mig minnir tæplega 7 milljónir opinbera starfsmanna. Ég hef nú ekki tölu fyrir Breska ríkisstarfsmenn, en nýlega sá ég talað um að ríflega 1.7 milljón starfsmenn væru hjá Bresku ríkisspitölunum.

Í sjálfu sér segir þetta lítið enda íbúatala mismunandi og hvernig rekstrarform er í hinum ýmsu geirum.

Af ríkjum í Evrópu er að ég tel hæst hlutfall af ríkisstarfsfólki á Norðurlöndunum, síðan Frakklandi.  Bretland hefur yfirleitt verið all nokkru neðar á þeim lista.

En ég held reyndar að aukinn starfmannafjöldi hjá "Sambndinu" hafi ekki leitt til fækkunar opinberra starfa í aðildarlöndunum, þannig að líta verður á þá sem "ábót".

Ég hef ekki heyrt neinn segja að "skrifræðið" hafi orðið minna "heima við", við fjölgun starfa hjá "Sambandinu".

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2021 kl. 16:17

6 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Ég held að almenningur í Bretlandi sé ekki nær skriffinnum sínum núna frekar en áður þegar hluti skriffinna Bretlands voru í partý hjá skriffinnum í Brussel.

Áttu ekki svona best of lista og worst of list um dæmi um skriffinnsku bæði í Bretlandi og Brussel. 

Er þetta nokkuð bundið við Brussel skriffinskan eingöngu, embættismenn eru og verða embættismenn.

P.S.

Heilbriðisstarfsmenn og kennarar eru eru public servants

Tollarar eru civil servants þ.e. skriffinnar

Sveinn Ólafsson, 23.2.2021 kl. 18:06

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjármálageirinn í ESB hefur fulla trú á Bretum. Frétt á BBC í gær segir að um 1000 fjármálafyrirtæki í ESB, sem aldrei hafa starfað í Bretlandi, hafi nú sótt um að fá að starfa þar fyrir utan þau 500 sem eru þar fyrir. 

Hótanir ESB um að hirða fjármálastarfsemina af Bretum er því ekki alveg í augsýn.

Ragnhildur Kolka, 23.2.2021 kl. 18:09

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ragnhildur Kolka, 23.2.2021 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband