Meðalhóf Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga

Ríkisstjórn Katrínar nýtur 58 prósent stuðnings en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er 14 prósentustigum minna, eða 44%.

Heildin verður stærri en einstakir hlutar þegar styrkur og ásjóna heildarinnar er meiri og geðþekkari en partanna.

Styrkur stjórnarsamstarfs Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga liggur í meðalhófinu sem pólitíska þríeykið hefur tamið sér innan eigin flokka. Katrín er meðvituð um að hún er formaður flokks sem að eðli og upplagi er andstöðuflokkur, mælskur fúll á móti, sbr. Steingrím J., Svavar Gests og Einar Olgeirsson. Katrín tamdi sér lágvært raunsæi í flokki eldhuga. Bjarni veit að hófleg íhaldssemi er hið breiða grunnlag móðurflokksins sem helst stuðast af tvennu; háum sköttum annars vegar og hins vegar róttækri frjálshyggju. Þarna á milli stendur hagsýna húsmóðirin sem einu sinni bjó í vesturbænum en núna í Hlíðunum, út á Nesi eða í Garðabæ og er enn bakbein flokksins. Sigurður Ingi hefur Reykjavíkur-Lilju til jafnvægis við Landsbyggðar-Framsókn.

Þegar hver formaður finnur meðalhóf í eigin flokki verða málamiðlanir milli flokka einfaldari. Það er lykillinn að farsælu stjórnarsamstarfi.

 


mbl.is 8% atkvæða myndu falla niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég vona að flokkarnir verði færri í næstu kosningum,likist ekki lengur gömlu tuskuresta bútasölunum.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2021 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband