Dauði og lýðsstjórn

Um 700 manns deyja árlega á íslenskum hjúkrunarheimilum, svona að meðaltali. Á liðnu ári, veiruárinu, var látið líta svo út að fólk dæi varla nema vegna Kínaveiru. Nú á bólusetningarári heldur fólk áfram að deyja og þá hlýtur það að vera bóluefninu að kenna.

Eða er það ekki?

Nei, gamalt fólk deyr án veiru eða bóluefna. Það er einfaldlega lífsins gangur.

Í fyrra var búin til veirugrýla til að hræða lýðinn til fylgilags við margvíslegar takmarkanir á daglegu lífi. Núna gengur draugurinn aftur sem bóluefnagrýlan.

Lýðsstjórn er snúið handverk. Hræðsla, vakin upp með skelfingaráróðri, verður ekki auðveldlega kveðin í kútinn.

Farsælast í bráð og lengd er að umgangast almenning ekki eins og hálfvita. Þótt sumir séu það.


mbl.is „Mjög óvarleg tilkynning frá Lyfjastofnun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er enginn að fullyrða neitt, en 3 dauðsföll 4-5 dögum eftir bólusetningu með nýrri tegund bóluefnis vekur ekki beinlínis traust. Bóluefni sem er svo nýtt að ríkisstjórnir, sem vilja gera allt til að stoppa fárið, eru tilbúnar að tryggja lyfjarisunum skjól gegn lögsóknum í framtíðinni. Þá hlýtur að mega spyrja - ef dauðsföllin eru ekki af völdum bóluefnisins - var atgangurinn kannski of mikill, var varið að sprauta í alla lausa handleggi sem á vegi teymisins urðu? Voru dauðvona sjúklingar sprautaður bara til að koma bóluefninu út? Hvernig fór val á sjúklingum fram? 

Hvorki Kári né þríeykið hafa leyfi til að þagga niður efasemdaraddir á meðan ekki liggur fyrir úr hverju þetta fólk dó, hvað var í gangi dagana sem bóluefnið var gefið og hvers vegna við ættum að trúa orðum þeirra þegar staðreyndin er að framleiðendurnir sjálfir vita ekki hvaða áhrif bóluefnið hefur til framtíðar.

Ragnhildur Kolka, 5.1.2021 kl. 14:43

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja Kolka, verður maður ekki að velja hvort maður vill drepast úr COVID eða aukaverkunum? Ég drepst nokkuð handvisst ef ég fæ COVID og nokkuð örugglega fæ ég eftirköst ef ég skyldi ekki drepast. Ég fæ COVID fyrr eða síðar ef þetta heldur áfram að grasséra.  Tek ég ekki sjansinn og reyni bólusetninguna?

Halldór Jónsson, 5.1.2021 kl. 15:36

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Valkostirnir eru þrír:

1. Fá bóluefnið og reikna með að hugsanlega séu líkur á dauða einn á móti þúsund.

2. Vera úti meðal fólks, alls óvíst hverjar líkur á smiti eru, og þær breytast stöðugt. Ef þær eru t.d. einn á móti hundrað, og dánarlíkur smitaðs yfir 75 ára kannski 10% þá eru líkurnar á dauða svipaðar og af bóluefninu - n.b. ef þessi andlát voru í raun og veru vegna þess. Ef veiran hefur dreifst víða eru líkur á smiti auðvitað miklu meiri og dánarlíkurnar því miklu hærri en af bóluefninu.

3. Loka sig af og bíða eftir að ónæmi náist.

Þessa kosti þarf hver og einn að vega og meta og taka svo ákvörðun. 

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2021 kl. 15:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Best að loka sig af svo börnin og barnabörnin haldi áfram að koma,það er yfir máta skemmtilegt/með dekri og öllu.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2021 kl. 16:52

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað skyldu mörg gamalmenni hafa fengið sprautuna? Talað er um fimm tilfelli alvarlegra aukaverkana, nú strax eftir bólusetningu, fjögur dauðsföll. Þar af fjögur dauðsföll kannski? Menn mættu vera skírmæltari um þetta.

Ef þetta er byrjunin eftir þessa litlu stikkprufu, þá líst mér ekki vel á framhaldið.

Það hafa rúm fimm þúsund sýkst af covid hingað til. Verði tekið til að bólusetja 150-200 þúsund manns er víst að skaðinn verður meiri en af veirunni sjálfri. Einfalt reikningsdæmi. Samkvæmt þessu um 600 dauðsföll og 750-1000 alvarlegar og sumar varanlegar aukaverkanir eins og lömun drómasýki ofl. kræsilegt.

Ég mun sitja á kantinum og sjá til. 97% árangur af þessu segja þeir en hversu margar prósentur hefur öryggið? 1% banvænt, 7% ævilöng örkuml? Eigum við að bítta á því og 99% batalíkum af covid?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2021 kl. 20:09

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fer allt eftir aldri Jón Steinar. Ef þú ert 85 ára eru miklu meiri líkur á að deyja úr kóvít en úr bólusetningunni, ef þú smitast það er að segja. Ef þú ert undir fertugu er nákvæmlega engin ástæða til að fara í bólusetningu.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2021 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband