Helgi kynnir 3 flokka vinstristjórn

Auðmaðurinn Helgi Magnússon, sem rekur bæði Fréttablaðið og Viðreisn, kynnir þriggja flokka ríkisstjórn vinstrimanna til sögunnar í frétt um skoðanakönnun. Orðalag Helgaútgáfunnar er þetta:

Þeir þrír flokkar sem hafa verið nokkuð samstíga í stjórnarandstöðu, Samfylking, Viðreisn og Píratar, bæta við sig í heildina. Höfðu 41,1 prósent í september en 42,8 nú.

Miðflokkurinn er, samkvæmt fyrirsögn, helsta hindrunin í vegi þriggja flokka vinstristjórnar. 

Könnunin er forsíðuuppsláttur Helgaútgáfu. Myndskreytingin er þriggja dálka mynd af sorgmæddri Katrínu forsætis að faðma kjósanda á Austurlandi, höfuðvígi Miðflokksins. Táknmál fréttar og myndar segir að forsætisráðherra sé miður sín yfir stöðu Miðflokksins.


mbl.is Minnsta fylgi Miðflokksins frá Klausturmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki Miðflokkurinn bara með bestu stefnuna? 

Jón Þórhallsson, 23.12.2020 kl. 10:03

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvaða samleið á "auðmaður" með Pírötum og Samfylkingunni???

Sigurður I B Guðmundsson, 23.12.2020 kl. 10:54

3 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Sigurður:  Það sem auðmaðurinn á sameiginlegt með þessum flokkum er ESB.

Stefán Örn Valdimarsson, 23.12.2020 kl. 11:06

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli kjósendur viti það???

Sigurður I B Guðmundsson, 23.12.2020 kl. 11:30

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sama trend hér og i BNA: auðmenn og sósíalismi globalistanna. 

Ragnhildur Kolka, 23.12.2020 kl. 11:45

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Lansöluliðið rottar sig saman eins og völskurnar gera þegar þær halda að skipið muni sökkva. 

Halldór Jónsson, 23.12.2020 kl. 15:43

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ja hérna þú vekur aldeilis áhuga á þeirra skoðanakönnun,ég var ekki farin að renna yfir hana, svo nú skal lesa og sjá! Sem fyrr hræðast þeir vinsældir Miðflokksins og í athugasemdum er einum af þrem, mikið niðri fyrir er hann kallar flokksmenn "Miðfótsmenn" sem vita ekki fyrir hvað þeir standa; bÝ ég i kommaríki það syngur í tölvunni langar leiðir Já -vakta þessa færslu- það er ekkert gaman lengur að tjá sig í það sem líkist sovésku njósna apparati.Ég átti eftir topp gamanmál,sem gott er að hlægja að og hláturinn sem lengir lífið! Ég er ekki að drepast úr hræðslu vegna sannleikans, hann mætti kannski kyrr liggja; en í dag er frelsari fæddur;Gleðileg Jól!   

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2020 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband