Ónefndur ráðherra í vondum málum

Engin gleðileg jól hjá ónefndum ráðherra sem ratar í löggufréttir vegna ,,ólöglegs" samkvæmis.

Að slepptri athugasemdinni um nasistakveðju til lögreglunnar og viðveru ráðherra er þetta giska falleg frétt um landa okkar að skemmta sér í kófinu á fremur ábyrgðalausan hátt. Fólk að faðmast undir áhrifum er, þrátt fyrir allt, fallegur siður Íslendinga.

Kennari í Njarðvík skrifar eftirfarandi spurningu á samfélagsmiðil: ,,Þarf ekki að fara að mæla greindarvísitöluna hjá fólki áður en það fær úthlutað ráðherraembætti?"

Fyrir hádegi á aðfangadag ætti viðkomandi ráðherra að stíga fram og gera grein fyrir máli sinu. Í kvöld fögnum við fæðingu frelsarans. Við viljum hugsa hlýlega til yfirvaldsins og finna til með breyskleika mannanna. Óupplýstir og ólögmætir gleðileikir skulu ekki trufla friðinn á stærstu hátíð kristinna manna.


mbl.is „Háttvirtur ráðherra“ í ólöglegu samkvæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fólk tekur ábyrgð á eigin lífi og ung erum við öll ódauðleg.

Ragnhildur Kolka, 24.12.2020 kl. 10:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann er ekki beint ungur hann Bjarni Ben, en dauðan tel ég hann í pólitík.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.12.2020 kl. 10:52

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kolka, þinn maður, Bjarni tekur allavega ekki ábyrgð á eigin gjörðum.

Mætlti hann ekki duglega hér árið 2017 "við förum einfaldlega að lögum".

Hann braut lög, reyndar ekki fyrsti ráðherra ykkar flokks sem gerir það í embætti.

Best fyrir hann að víkja, best fyrir aðra flokka að hann geri það ekki.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.12.2020 kl. 13:27

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigfús Ómar, þar sem Fjárlög hafa verið afgreidd getur Bjarni setið sektina af sér. Lítið frábrugðið þeirri fjarvinnu sem fólk er nú neytt til að sinna heiman frá sér, þ.e.s. þeir sem á annað borð hafa vinnu.

Ábyrgð á eigin lífi verður hann að eiga við sjálfan sig, en að þiggja ráð af siðlausum Samfóistum tel ég ábyrgðarlaust.

Svo óska ég þér gleðilegra jóla með ósk um að þú leyfir friðarboðskap jólanna að hvíla í sál þinni yfir hátíðirnar.

Ragnhildur Kolka, 24.12.2020 kl. 15:27

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kæra Kolka, ég þakka kveðjuna, takk sömuleiðis, megi jólin fara ljúft í þig og þína :) 

Hvernig þú færir það svo að jöfnu að lögbrot BB við e-ð sem þú kallar "siðleysi Samfóista" 

Veit ekki til þess að sá flokkur hafi verið við stjórnvölinn í ríkisstjórn síðust ár.

Vissulega er sá flokkur, ásamt nokkrum öðrum við stjórn hér í borg, við góðan orðstýr og gert margt gott. Annað sem hefði mátt fara betur, rétt en siðleysi þekki ég ekki. 

Vissuleg vonbrigði að sjá þig Kolka falla í þá gryfju að tuða um aðra þegar einn gerir í brók. 

Aftur þetta, sýnist BB ekki ætla segja af sér, sem verður mun betra fyrir hina flokkana á komandi vori og í kosningabaráttunni.

Jólakveðja :) 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.12.2020 kl. 11:46

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Santa Sigfús, ertu búin að gleyma flokksformanninum þínum sem fékk á sig dóm og sagði þó ekki af sér. 

Ragnhildur Kolka, 26.12.2020 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband