Erdogan: Macron er geðveikur að amast við múslímum

Macron Frakklandsforseti er geðveikur að halda annað um múslíma en að þeir séu friðarins menn, ljúfir sem lömb og skerða ekki svo mikið sem hár á höfði trúleysingja, segir Erdogan Tyrklandsforseti.

Fyrir fáeinum dögum var franskur kennari gerður höfðinu styttri, í bókstaflegri merkingu, fyrir að sýna skopmynd af spámanninum. Frönsk yfirvöld lokuðu mosku róttækra íslamista sem kenna að manndráp af trúarástæðum sé góður og gildur siður.

Geðveiki að amast við slíkum menningarauka í frönsku samfélagi, segir Erdogan Tyrklandsforseti.

Góða fólkið á vesturlöndum er meira og minna sammála Erdogan. Jafnvel á Íslandi gerir það kröfu um innflutning á íslam til að bæta og kæta samfélagið og láta velferðarþjónustuna fá verðug verkefni. Íslam gengur jú út á það að þjóna þeim trúuðu. Krakkar, látiði bara teikniblokkina í friði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Þegar fólk frá öðrum trúarbrögðum en kristni nemur hér land, er brugðist við af miklum "kærleik" og allt tekið úr skólastofnunum sem gæti vakið minnstu athygli á kristinni trú, svo að þessum erlendu krökkum líði sem best í landi voru.

En ef þau skyldu slysast til að taka kristni fá þau að teikna Jesú með brjóst og í madonnu bikini ef þeim sýnist svo. 

Eftir því sem fleiri hingað koma með trú múhammeds í farteskinu, þynnist Kristnidómurinn hratt út, og einhverjir í stjórn landsins eru einmitt á höttunum eftir slíkri þróun.

Loncexter, 25.10.2020 kl. 10:16

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það segir ekkert um hugmyndafræði hvort fólk er ofbeldishneigt eða ekki fyrir hvaða hugmyndafræði það aðhyllist, og bæði Macron og Erdogan eru fyrst og fremst stjórnmálamenn.

Staðreyndin er sú að Húmanistar og Sósíalistar eru ofbeldismestu kvikindi sem til eru og síðan þessi tvö hugmyndakerfi runnu saman í eitt og yfirtóku heimsbyggðina á síðustu hundrað og fimmtíu árum, hafa þau beitt versta heilaþvotti, hópmorðum og ofbeldi sem hægt er að hugsa sér og gott betur.

Það eru einmitt húmanistar sem halda því fram að ýmist kristnir eða múslímar aðhyllist ofbeldisverk, en það er þvættingur.

Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2020 kl. 11:45

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Íslamismi (= öfga-íslam) er pólitísk stefna ekki trúarbrögð. Íslamistar misnota trúarhefðir og trúarþörf fólks rétt eins og nasistar misnotuðu þjóðernistilfinningu og fleira. Tilgangurinn er hinn sami: að ná algerum völdum. Erdogan er og hefur alltaf verið yfirlýstur íslamisti. Hann hefur leynt og ljóst stutt hryðjuverkahópa í Sýrlandi og víðar. Hann bregst einfaldlega við eins og Mafíuboss sem sér hagsmunum sínum ógnað. 

Eftir áratuga meðvirkni og þögn yfirvalda í Frakklandi eru þau nú loksins að vakna. Afstaða skólayfirvalda gagvart kennurum sem kvörtuðu undan ósvífni íslamista meðal nemenda var: við skulum ekka vagga bátnum! Eftir að hafa leyft því að gerast að heilu hverfin og jafnvel borgirnar eru komnar á vald íslamista og/eða glæpasamtaka (oft blandast þetta) létu ráðamenn eins og þeir væru steinhissa þegar ofbeldið færðist á næsta stig: stórfelld fjöldamorð íslamista á almenningi! Eftir að hundruð franskra borgara hafa verið myrt síðustu fimm ár virðist Macron núna ætla að toga í neyðarbremsuna sem hefði þurft að gera fyrir þrjátíu árum! Núna á að reka haturspredikara úr landi og banna erlendum aðilum að fjármagna moskur. Núna á að vera hægt að gera það sem var "pólitískur ómöguleiki" í áratugi. 

Það er því ekki nema von að hlakki í samviskulausa harðstjóranum og íslamistanum Erdogan. Það þarf mikla trú til að treysta því að þessar yfirlýsingar franskra yfirvalda í dag séu meira en froða.

Sæmundur G. Halldórsson , 25.10.2020 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband