Falconetti, rasismi og innflutt uppnefni

,,Þú ert algjör Falconetti," mátti heyra sagt á ísa köldu landi fyrir fjörtíu árum þegar einhver var sakaður um illkvittni og almenn leiðindi. Falconetti þessi var vel heppnað illmenni í vinsælli smásápu sem RÚV sýndi í svarthvítu, Gæfa eða gjörvileiki.

Uppnefni ferðast á milli menningarsvæða, Falconetti fyrir 40 árum, rasismi í samtímanum.

Rasismi er sögulegt hugtak. Tvær meginútgáfur eru af rasisma, evrópsk og amerísk. Sú evrópska er frá þeim tíma er nýlenduþjóðir réttlættu yfirgang sinn með yfirburðum hvíta kynstofnsins. Ameríska útgáfan réttlætir mismunun á grunni hörundslitar undir formerkjunum ,,aðskilin en jöfn." 

Íslendingar eru hvorki gömul nýlenduþjóð né sitja þeir yfir hlut minnihlutahóps með sögulegar rætur hér á landi af framandi kynþætti.

Að tala um Íslendinga sem rasista er út í bláinn, styðst ekki við nein söguleg eða menningarleg rök. 

Upphrópunin ,,þú ert rasisti" er innflutt staðleysa; með álíka merkingu og ,,þú ert algjör Falconetti."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Íslendingum er eiður sær að kannast við þessa golfrönsku;
  

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2020 kl. 00:24

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Margt í umræðu samtímans er innflutt úr annarri menningu og á ekki við þær aðstæður sem við búum við. Þetta gildir t.d. um þá veruleikafirrtu staðhæfingu að á Íslandi árið 2020 ríki feðraveldi! Sama fólk og heldur þessari firru fram hallar síðan ekki orði að löndum eins og Íran og Afganistan þar sem raunverulegt feðraveldi ríkir. 

Ísland á sér ekki sögu nýlenduveldis og hér hafa ekki búið þjóðernisminnihlutar. En að menn geti ekki verið rasistar þess vegna? Kynþáttahyggja (rasismi) snýst um afstöðu einstaklinga, ekki um sögu einstakra ríkja. Hér á landi fyrirfinnst m.a. stækt gyðingahatur. Hafa verið gettó á Íslandi? Nei, auðvitað ekki, enda hindruðu íslensk yfirvöld komu gyðinga hingað og sendu jafnvel fjölskyldur til baka í krumlurnar á Gestapó á tímum 3ja ríkisins. 

Sama gildir auðvitað um þá sem líta niður á hörundsdökkt fólk eða bara alla útlendinga, sérstaklega þá sem eru að reyna að fóta sig í okkar samfélaga (t.d. hvíta Austur-Evrópubúa). Sá sem lítur niður á annað fólk vegna hörundslitar eða uppruna er rasisti. Þetta er ekki flókið.

Að síðustu: "Tvær meginútgáfur eru af rasisma, evrópsk og amerísk. Sú evrópska er frá þeim tíma er nýlenduþjóðir réttlættu yfirgang sinn með yfirburðum hvíta kynstofnsins. Ameríska útgáfan réttlætir mismunun á grunni hörundslitar undir formerkjunum ,,aðskilin en jöfn."" Bandaríkin hafa frá upphafi byggt á kerfisbundnum rasisma, fyrst með útrýmingu eða niðurlægingu upphaflegra íbúa meginlandsins, síðan með innflutningi réttlausra þræla. Ég sé því ekki þennan meinta mun á "evrópskum" og "bandarískum" rasisma. Það síðasta (mismunun á grundvellinum "aðskilin en jöfn") er einfaldlega lýsing á Apartheid/aðskilnaðarstefnu hvítu rasistanna sem stjórnuðu Suður-Afríku í áratugi. Nú stjórna þar svartir rasistar sem líða fjöldamorð á hvítum bændum!

Sæmundur G. Halldórsson , 25.10.2020 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband