Samfélag, frelsið og kófið

Í fullkomnu einstaklingsfrelsi myndi hver og einn ákveða sínar sóttvarnir sjálfur. Engar samfélagslegar sóttvarnir væru viðhafðar, hver og einn færi sínu fram. Ósagt: í fullkomnu einstaklingsfrelsi er ekkert samfélag, engir sameiginlegir siðir og enn síður lög og reglur.

Það liggur fyrir að vísindarökin með og móti samfélagslegum sóttvörnum núllast út. Vísindin eru með samfélagssóttvörnum en líka á móti. Fer eftir því hvaða vísindamenn talað er við.

Spurningin sem við, hvert og eitt, þurfum að svara er þessi: hvort er skárra að fylgja samfélagslegum sóttvörnum, útgefnum af þar til bærum yfirvöldum, eða segja sem svo að þar sem óvissa er um haldbærni sameiginlegra sóttvarna, og efnahagslegt og félagslegt tjón hlýst af þeim, er engin ástæða fyrir mig að fylgja reglunum?

Upplýstur og yfirvegaður einstaklingur tekur fyrri kostinn. Annars eigum við ekkert samfélag. Án samfélags værum við öll verr á vegi stödd.

Þetta þýðir vitanlega ekki að við eigum að hlýða yfirvöldum í blindni. Skiptar skoðanir eru æskilegar, þær ydda málefnin. Allur þorri þeirra sem eru á öndverðri skoðun við ríkjandi sjónarmið virðast andmæla í góðri trú.

Eins og Þorgeir sagði á kristnitökuþinginu forðum ættum við að varast ,,þá er mest vilja í gegn gangast." En því miður er það einatt þannig að öfgamennirnir ráða ferðinni þegar umræðan verður svart-hvít.

Höfum í huga að án laga og reglna virkar samfélagið ekki. Við sættum okkur við umferðareglur þótt við teljum okkur vel fær að aka af öryggi á meiri hraða en leyfilegum hámarkshraða. Sama gildir um fjölmörg lög og reglur. Samfélag krefst málamiðlana, er að því leyti líkt hjónabandi.

Þegar kurlin koma öll til grafar eru sameiginlegar sóttvarnir spurning um traust. Það er betra að treysta lögmætum yfirvöldum, jafnvel þó að þau geri annað veifið mistök, heldur en að tileinka sér vantraust. Alveg eins og það er betra að elska og tapa en að elska ekki.

 


mbl.is Leggur ekki til hertar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

C1078.00_00_29_19.Still016Auðvitað hlýða allir íslenskum yfirvöldum þótt ekki fáist svör við eðlilegum spurningum. Tölfræðin er hulin ráðgáta en sem betur fer, erum við ekki ein í heiminum. Það er hægt að sjá heiminn með worldometers.info

Á Íslandi er sagt að 3,837 (uppfært 3.929) hafi "smitast" af veirunni. Í Sómalíu eru "total cases" álíka mörg. En aðeins 6 hafa dáið á hverja milljón íbúa þar í landi en 29 á Íslandi. Sómalar testa ekki með pinnum en álykta út frá einkennum eins og tíðkast hefur um allan heim í aldir, til að meta hvort fólk sé veikt eða ekki.

Nú ganga "smit" á milli fólks án þess að veikja það. Þannig getur einn "smitað" marga sem svo aftur smitar enn fleiri en engin  veikist.

Íslendingar eru að reyna að slá heimsmet í sýnatökum en pinnaprófin eru ekki fullkominn, það eru skekkjur. Í Sómalíu eru miklu fleiri "smitberar" en þessir 3,864 sem voru veikir á gamaldags hátt, með hausverk, svima og hósta. En samkvæmt kenningunni er gríðarlega margir einkennalausir í heiminum sem smita Sómala sem aðra sem bera veiruna og smita aðra.

Getur verið að pinnarnir séu of næmir? Getur verið veiran sé mildari nú en í vor? 

Miklu færri Sómalar deyja úr veirunni hlutfallslega en á Íslandi. Eru þeir með svona frábært heilbrigðiskerfi?

Í vor voru "Daily Deaths"  um 7 þúsund á dag en "Daily New Cases" um 80 þúsund þegar verst lét.

Núna eru "Daily Deaths" um 5 þúsund á dag en "Daily New Cases" um 400 þúsund. Margir eru því "smitaðir" án gamaldags veikinda.

Benedikt Halldórsson, 16.10.2020 kl. 15:55

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

deyja í heiminumÆ fleiri deyja úr elli í heiminum. Þannig munu 890 þúsund fleiri deyja í ár, úr elli, en árið á undan, samkvæmt spá sem var gerð í fyrra. 

Benedikt Halldórsson, 16.10.2020 kl. 16:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þú ert greinilega kominn í nýju jakkafötin, og ert aftur farinn að tala af viti og skynsemi.

Benedikt er hins vegar að gera upp við sig hvort hann sé Pírati, eða það sem verra er, hafi gengið í Samfylkinguna.

Eiginlega er þetta vel sagt.

"Höfum í huga að án laga og reglna virkar samfélagið ekki. Við sættum okkur við umferðareglur þótt við teljum okkur vel fær að aka af öryggi á meiri hraða en leyfilegum hámarkshraða. Sama gildir um fjölmörg lög og reglur. Samfélag krefst málamiðlana, er að því leyti líkt hjónabandi.

Þegar kurlin koma öll til grafar eru sameiginlegar sóttvarnir spurning um traust. Það er betra að treysta lögmætum yfirvöldum, jafnvel þó að þau geri annað veifið mistök, heldur en að tileinka sér vantraust. Alveg eins og það er betra að elska og tapa en að elska ekki.".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2020 kl. 17:52

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í þrem löndum voru flest dauðsföll vegna veirunnar nú í kvöld, í Bandaríkjunum, Mexíkó og á Indlandi. Ég er með gleðifréttir, veiran er á hröðu undanhaldi um heim allan - nema á Íslandi.

usa 11

ind11

  mex11

Benedikt Halldórsson, 16.10.2020 kl. 20:37

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ómar, ég læt stemminguna í kjörklefanum ráða hvar ég set exið. 

Benedikt Halldórsson, 16.10.2020 kl. 20:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Benedikt.

Maður er það sem maður er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2020 kl. 22:04

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Og fer rétt með.

Ómar Geirsson, 16.10.2020 kl. 22:14

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Er með þetta  á hreinu. Það þarf að taka vikulegt meðaltal í "Daily Deaths" vegna þess að um helgar eru fáir skráðir látnir. Þess vegna er kúrfan eins og rimlagirðing. Talan er núna í 5,143 en mun lækka um helgina og verða hæst n.k miðvikudag. 

"Daily New Cases" eru í 400k sem þýðir 400 þúsund. 

fyrir blogg

Benedikt Halldórsson, 16.10.2020 kl. 23:04

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Ef þú ert með þetta á hreinu, og þykist ekki var orðinn Pírati eða það sem verra er, þá segir þú þetta ekki út frá gögnum; "veiran er á hröðu undanhaldi um heim allan - nema á Íslandi.", þegar gögnin segja að smitum sé að fjölga.

Það er bara svo Benedikt, þetta er dæmi um málflutning sem þú hefur alltaf fordæmt, og gerist núna sekur um.

Til hvers ertu að rífast svona við raunveruleikann??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2020 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband