Bókabúð MM lokar

Fyrir daga alnetsins og Amazon var bókabúð Máls og menningar alþjóðleg vin á Laugaveginum. Deild erlendra bóka var oft sú besta sem völ var á. Oft, vegna þess að stundum stjórnuðu verslunarstjórar með meiri áhuga á undirgreinum fagurbókmennta, s.s. sakamálum og hrollvekjum, en fræðiritum.

Á meðan Bókabúð stúdenta var enn við Hringbraut með takmarkað úrval stóð bókabúð MM sig í stykkinu á Laugarveginum. Þær eru ófáar bækurnar maður handfjatlaði fyrst á efri verslunarhæðinni í Rúblunni og urðu félagar. Ein er hvað minnisstæðust, eftir Michael Howard um stríð í Evrópusögunni. Hún var keypt í kalda stríðinu, einn kaflinn er raunar um það, og hefur elst verst, en gaf að öðru leyti innsæi i átakasögu frá Pelópsskagastríðinu að telja. Meginkenningin er að stríð og sálfræði mannsins haldast í hendur. Howard er engisaxneskur Clausewitz-sérfræðingur.

Alnetið og stafræn útgáfa grófu undan bókabúðum. Það mál kalla það framfarir. En það er eftirsjá af bókabúð MM. 


mbl.is Máli og menningu lokað varanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaman að rifja upp jólagjafakaup í Rúblunni og við það leynir tíminn á sér sem maður hefur keppst við að vera á undan (hver skilur það) alla sína löngu ævi.... Og unga hörkuduglega vinkona mín verður að hætta,eða flytja hana eitthvað annað. - - Spurning hvort Addý hefði þraukað ef borgin hefði ekki þurft þetta pláss? Eða hvað veit ég nema Rvk.hafi átt kofann.  

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2020 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband