Veiran þjappar saman pólitíkinni

Ólíkt hruninu 2008, sem splundraði pólitíkinni hér á landi, þá þjappar farsóttin 2020 saman pólitíska litrófinu.

Hrunið framkallaði niðurbrot þar sem hver höndin var uppi á móti annarri. Á meðan hrunið var manngerðar hamfarir er veiran utanaðkomandi ógn.

Það verður minna svigrúm fyrir pólitíska sérvisku, meiri áhersla á það sem sameinar.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott.


mbl.is Allir flokkar í samstarf á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held að þetta tengist fremur örvæntingu þorpsbúa vegna þeirra illvígu katta- og húsflugnafaraldra sem hafa hrjáð þá í sumar. Ekki annað að gera en leggja vopnin til hliðar og taka saman höndum gegn þessum ægilegu kvikindum!

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2020 kl. 16:34

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Samsekt getur stundum komið sér vel. 

Ragnhildur Kolka, 22.9.2020 kl. 18:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar vinstri flokkar eru búnir að koma fjármálum sveitarfélaga í kalda kol, neyðast þeir til að sækja aðstoð frá hægri.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2020 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband