Franska útgáfa Kínaveirunnar og ferðamenn

Tveir franskir ferðamenn virðast, sjálfsagt óviljandi, stóraukið nýgengi smita í yfirstandandi farsótt.

Ekkert athugavert er kenna smit við Frakkland, ekki frekar en að kenna kórónuveiruna við Kína en það er upprunaland veirunnar.

Kórónuveiran berst með ferðamönnum, hvort heldur íslenskum eða erlendum. Það er mergurinn málsins. Öflugar smitvarnir á landamærum er forsenda árangurs í baráttunni innanlands við veiruna.


mbl.is Ummæli Þórólfs um Frakkaveiru óheppileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður bráðum farið að kalla þetta Íslandsveiruna

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2020 kl. 18:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju var svo mörgum í mun að tengja veiru-assgotann við fótboltalið Breiðabliks þegar fótbolta stúlka(Berglindi-?)kom smituð heim frá Bandaríkjunum og hlýddi strax reglum að fara í skimun. Af einhverjum ástæðum greindist hún ekki jákvæð í fyrstu,ég hef ekki heyrt afhverju það gerist síðan í annari tilraun; Spyr Kára við tækifæri!..   

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2020 kl. 22:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga, þú þarft ekki að spyrja Kára, hann er búinn að svara þessu. Ástæða þess að knattspyrnukonan greindist ekki í fyrri skimun var að þá var hún svo nýsmituð að það mældist ekki fyrr en í seinni skimuninni.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2020 kl. 19:19

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já takk um leið og ég skrifaði það datt mér það í hug,gott ef það hefur ekki komið fyrir hjá fleirum,finnst eins og ég hafi lesið það.

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2020 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband