Bretar grátbiðja um íslensku leiðina

Yfirmenn 20 stærstu flugvalla á Bretlandi nánast grátbiðja þarlend yfirvöld að taka upp sömu aðferð og Ísland notar, tvöföld skimun flugfarþega og 5 daga sóttkví.

Flugfarþegar til Bretlands sæta núna 14 daga sóttkví. Flugsamsöngur eru þar á heljarþröm. Yfirmennirnir 20 telja að 4 ár taki að vinna upp þá stöðu sem farþegaflug var í  fyrir farsóttina.

Breska blaðið Telegraph greinir frá.


mbl.is Nær allar lendingarheimildir afbókaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er eiginlega tilgangurinn með því að birta svona þvælu, að allir flugfarþegar til Bretlands þurfi að fara í 14 daga einangrun? Er þér alveg sama hvort það sem þú segir er haugalygi?

Vissulega þurfa farþegar frá sumum löndum að gera það, en farþegar frá tæplega 70 löndum geta ferðast til Bretlands án þess að fara í neina sóttkví, né neina skimun. Þar á meðal er t.d. Ísland.

Staðreyndin er sú að það er ekkert land með jafn frámunalega fáránlegt fyrirkomulag á landamærum eins og Ísland. Enda eru stjórnvöld í flestöllum öðrum löndum nokkurn veginn með fullu viti enn sem komið er, en ekki búin að panikkera gersamlega eins og íslenska ríkisstjórnin!

Þorsteinn Siglaugsson, 7.9.2020 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband