Ferðamenn, íslenskir og erlendir

Ein regla gildir um ferðamenn sem koma til landsins, tvöföld skimun og 5 daga sóttkví. Hagmundir ferðaþjónustunnar eru að breyta sóttkví erlendra ferðamanna í heimkomusmitgát.

Erlendir ferðamenn eru síður líklegir en íslenskir að valda smiti. Þeir erlendu fara til dæmis ekki í íslenska skóla. Íslensk hjón með þrjá unglinga er koma úr helgarferð frá útlöndum geta valdið smiti sem myndi loka tveim til þrem grunn- og framhaldsskólum. Og jafnvel, ef þannig stendur á, lokun heimsókna á hjúkrunarheimil.

Á yfirborðinu sýnist nærtæk lausn að leyfa erlendum ferðamönnum að viðhafa heimkomusmitgát (þótt þeir séu alls ekki heima hjá sér) en skylda þá íslensku í sóttkví. En þá myndi blasa við sú hrollvekja að Íslendingar sættu strangari sóttvörn í heimalandi sínu en útlendingar. Í vissum skilningi yrðu Íslendingar annars flokks borgarar í eigin landi. Engin stjórnvöld með nokkra vitglóru í kollinum myndu bjóða borgurum í lýðfrjálsu ríki upp á slíkt.

Sóttkví ferðamanna er raunhæf leið til að stemma stigu við nýgengi smita. Reynslan sýnir þetta. Nágrannaríki okkar glíma enn við alloft mikla útbreiðslu farsóttarinnar. Á meðan það ástand varir er óvarlegt að slaka á þeirri vörn sem skimun og sóttkví ferðamanna veitir.


mbl.is Segir Jón Ívar „snúa hlutum á hvolf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur verið til umræðu að hafa mismunandi reglur fyrir erlenda og innlenda ferðamenn. Ef valið stendur milli þess að reyna að bjarga því sem bjargað verður með því að slaka á kröfum til erlendra ferðamanna, og hins að bjarga engu og hafa sömu reglur fyrir alla er vitanlega bersýnilegt hvað skynsamlegra er að gera. Það breytir engu fyrir íslensku ferðamennina, en miklu fyrir efnahag landsins. Einungis fáráðlingar myndu mótmæla slíku fyrirkomulagi.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 14:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sömu reglur fyrir alla! Alvöru erlendir ferðamenn ættu svo vel að meta að njóta frelsis eftir stutta sóttkví. Erlendis þurfa þeir víða að sæta 14 daga sóttkví - en verði Ísland smitfrítt gætu þeir jafnvel sloppið við sóttkví á heimleið.  
En meintir ferðamenn telja þó aðeins þriðjung af komufarþegum.  Hinir eru í bland íslenskir, erlendir farandverkamenn og hælisleitendur.  

Kolbrún Hilmars, 6.9.2020 kl. 16:07

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Reglurnar eiga að vera skynsamlegar. Það eru ekki sömu reglur fyrir alla núna. Sumir fá undanþágu, aðrir fara í fimm daga sóttkví, enn aðrir fara ekki í neina sóttkví en er gert að halda sig aðeins á vinnustað og dvalarstað. Hættan á að erlendir ferðamenn smiti frá sér er nánast engin og því sjálfsagt að reglur fyrir þá séu vægari.

En skynsemin á sér ekki marga málsvara í dag, því eina markmiðið í öllum heiminum núna er að enginn þurfi nokkurn tíma að smitast af flensu, hvað þá lenda á spítala, eins og einn spekingurinn á Landspítalanum lét út úr sér um daginn! Það er öllu fórnandi fyrir það markmið. Manni kæmi jafnvel ekki á óvart að þótt skjóta þyrfti 100 manns fyrir hvert kórónaveirusvit sem þannig mætti forða væri það talið sjálfsagt. (Eða eigum við að segja brenna 100 galdranornir fyrir hverja kýr sem veikist?)

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband