RÚV sækir í smiðju Jóhannesar, aftur

Frétt RÚV um meinta rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptum Samherja í Namibíu er byggð á nafnlausri heimild. Jóhannes Stefánsson, sem er einn hinna grunuðu og náinn samverkamaður RÚV, er nær örugglega heimildin. Sem málsaðili er Jóhannes, og lögmaður hans, með aðgang að upplýsingum um rannsóknina.

Jóhannes kom fram í Kastljósviðtali á RÚV 11. desember 2019. Greining á viðtalinu leiddi þetta í ljós:

Á fjórtándu mínútu Kastljóssviðtalsins í kvöld segir Jóhannes þetta: ,,Fyrsta skrefið hjá mér var að upplýsa glæpi Samherja gagnvart kvótahöfum sem voru í samvinnu við þá. Svo þróaðist þetta lengra þegar ég fór að gera mér grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af." 

Til að koma höggi á Samherja játar Jóhannes á sig glæpi sem hann vissi ekki að hann framdi. Falskar játningar eru sérstakt fyrirbæri í réttarfarsmálum. Fölsk fagmennska er aftur sérgrein RÚV.


mbl.is Sex grunaðir um mútur og peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvers er Jóhannes að hefna?

Halldór Jónsson, 4.9.2020 kl. 09:18

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Les oftast bloggin þín og finnst þú góður "penni" en af hverju þú tekur alltaf upp hanskann fyrir Samherja botna ég ekkert í. 

Sigurður I B Guðmundsson, 4.9.2020 kl. 10:17

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jóhannes er ekki sáttur við viðskilnaðinn frá Samherja.

Ég reyni að láta málefnin ráða. Ég gagnrýndi Samherja þegar mér fannst fyrirtækið fara offari gegn Seðlabankanum. Þá vissi enginn, nema kannski RÚV og Seðlbankinn, hvernig í pottinn var búið. Namibíumálinu hef ég fylgst með frá upphafi og finnst aðförin að Samherja vera á þeim forsendum að skjóta fyrst en spyrja síðan.

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2020 kl. 10:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott svar Páll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 16:36

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áður fyrr hét það að liðka um fyrir viðskiptum með saltfisk, skreið ofl. að greiða commisjón. Núna heitir það allt í einu mútur. 

Það var engin leið allavega áður fyrr að eiga viðskipti við sovétríkin eða afríku m.a. án þess að greiða götu viðskiptanna í gegnum allskonar milliliði. Þetta er reyndar viðtekin venja í viðskiptum enn, þótt oftast séu sposlurnar m.a. í formi ferðalaga, laxveiði og annarrar risnu. Ríkið hefur meira að segja alla tíð viðhaft þessa hætti. Þetta er einfaldlega spurning um viðskipti eða engin viðskipti. 

Jóhannes þessi hrökk af hjörunum og var látinn fara. Það að hann færi í slíkan hefndarleiðangur ætti í raunar að skýra hversvegna hann var látinn fara. Maður sem hringir í fyrrverandi í annarlegu ástandi og hótar að stúta henni og kærassta hennar, er ekki alveg í lagi. Það eru nokkuð skýrar upptökur til af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2020 kl. 20:15

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er sýnishon af karakternum. Lái samherja ekki að reka hann.

https://youtu.be/ySVMUE-vMjY

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2020 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband