Á að bíða af sér hretið eða pakka saman? Enginn veit svarið

Enginn veit hve langvarandi ferðakreppan verður í kjölfar farsóttarinnar. Kannski verður ferðasumarið 2021 eins og í venjulegu árferði.

En kannski verður ekkert venjulegt árferði framar í ferðaþjónustu, hún verði ekki sú atvinnugrein hér á landi sem hún var nýliðinn áratug. Ekki það að hún leggist af, heldur að ferðavenjur breytist og kalli á annars konar þjónustu. Enginn veit.

Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar veita fyrirtækjum svigrúm að draga sig til hlés og leggja á ráðin, hvort þau ætli að bíða af sér hretið eða hætta útgerðinni.

Meira er ekki hægt að gera í tímum óvissu.


mbl.is Tekur langan tíma að vinna okkur úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrir bóluefni skeður ekkert

Halldór Jónsson, 28.4.2020 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband