Helga Vala pantar falsfrétt um WOW

WOW fór í gjaldþrot vegna þess að tekjur félagsins stóðu ekki undir rekstri og skuldum. Hvert mannsbarn sem les fréttir veit þetta. Flestir eldri en tvævetra vita einnig að það er hvorki hlutverk ríkisins að stofna flugfélög né keyra þau í gjaldþrot.

Helga Vala þingmaður Samfylkingar pantar falsfrétt þegar hún biður um ,,skýra mynd af því hvað þeir lög­bundnu eft­ir­litsaðilar vissu og voru að gera í aðdrag­anda falls WOW air og hvort öll­um regl­um hafi verið fylgt."

Í WOW-gjaldþrotinu var þeirri meginreglu fylgt að einkafyrirtæki fór á hausinn þegar það átti ekki fyrir rekstri og skuldum. Allt annað er aukaatriði í málinu.

,,Skýr mynd" af falli WOW fæst ekki með opinberri skýrslu. Slík skýrsla yrði annað tveggja hvítþvottur eða ákæruskjal. Helga Vala hefur engan áhuga á sannleikanum um ris og fall WOW; hún er aðeins að fiska í gruggugu vatni í von um pólitískan ávinning.  


mbl.is Vilja úttekt á aðkomu að WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Helga Vala fær ekki næga athygli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2019 kl. 15:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ágúst ágúst Ólafur er kominn aftur og nú þarf Helga Vala að gera sig sýnilega. 

Ragnhildur Kolka, 18.6.2019 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband