ESB býr til kjarnorkurafmagn á Íslandi

Á Íslandi er framleitt rafmagn úr kjarnorku og olíu, samkvæmt opinberum gögnum. Hvernig getur það verið? Jú, vegna þess að Ísland er hluti af orkusambandi ESB, sem býr til verslun með mengunarkvóta. RÚV-frétt með vísun í forstjóra Fjarðaráls útskýrir samhengið:

Íslensk raforkufyrirtæki hafa selt úr landi svokallaðar upprunaábyrgðir raforku, sem kalla má grænan stimpil. Árið 2017 átti þetta við um alla raforku til stóriðju og að hluta til annarra. Orkan sem notuð er hér er því ekki skráð endurnýjanleg eða umhverfisvæn á pappírum, heldur líkt og hún sé framleidd með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku. 

Íslensk orkufyrirtæki græða sem sagt á því að gera Ísland að orkusóða. Og orkufyrirtækin vilja innlima Ísland í orkusamband ESB með 3. orkupakkanum.

Við erum á síðasta sjens. Ef höfnum ekki 3. orkupakka ESB ræður heilbrigð skynsemi ekki lengur ferðinni í orkumálum okkar heldur tilbúinn heimur þar sem opinber gögn segja íslenskt rafmagn búið til úr kjarnorku og olíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband