Tveir ósjálfstæðisþingmenn líma og afrita rökþrotið

Bryndís ósjálfstæðis skrifaði orkupakkagrein í Moggann í gær og Vilhjálmur sama þingflokks endurbirtir í Fréttablaðinu í dag.

Ósjálfstæðu þingmennirnir tveir segja það sama: Ísland þarf að samþykkja orkupakka ESB til að tryggja neytendavernd og samkeppni í raforkumálum.

Ha? Er ESB orðin háborg samkeppninnar í augum XD þingmanna? Og þurfa Íslendingar að leita til Brussel eftir neytendavernd? Eru rafmagnsmál íslenskra heimila í ólestri?

Þau Bryndís og Vilhjálmur auglýsa rökþrot Sjálfstæðisflokksins.

Hverja klukkustund sem Miðflokkurinn talar um þriðja orkupakkann á alþingi verður augljósara hvers vegna kjósendur ættu ekki að merkja X við D - Ósjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Orkupakkinn ræddur fram eftir morgni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alþingi: miðvikudagur, 22. maí 2019 kl. 08:16:27

Gunnar Bragi Sveinsson segist ekki sjá umsögn frá Neytendasamtökunum. En að ASÍ hafi hins vegar látið það mál til sín taka og umsögn þess var ekki jákvæð. Ja hérna. Þar geta xD-menn fundið neytendaverndar fóður við sitt hæfi. En það munu þeir ekki gera. Þeir flytja bara inn og braska með sannleikann um hagsmuni þjóðarinnar eins og kexkökur

Bergþór Ólafsson segir að það mál (neytenda) sé enginn kjarni í þessu máli. Enda er það ekki í málspakkanum.

Gunnar Bragi Sveinsson segir að engin umsögn hafi borist frá Neytendasamtökunum um þetta mál

=============

Hér er leiðrétting mín við þessu neytendaverndarþvaðri: Það eru stjórnmálamen sem eru hér að sækja sér vernd gegn kjósendum og íslensku þjóðinni. Þeir eru að reyna að sækja sér vernd til útlanda gegn því að þurfa að hugsa um þjóðarhag og hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Það er jú það sem ESB gengur út á. Allt ber að sama brunni þar um að stjórnmálamenn eru hættir að gæta hagsmuna þjóðar sinnar

Vernd stjórnmálamanna er svona: Þetta "þetta" er komið yfir til Brusselveldisins og þeir ráða þessu um "þetta". Þannig get ég sem liðleskja, stjórnmálalegur undirförull fölsungur og dagsdaglegur hug- og getuleysingi, setið áfram og enn fastar sem klístruð klessa á háum opinberum launum ofan á kjósendum. Sem þá eru orðnir eins konar einkaþrælar valdaelítu sem enga ábyrgð ber gagnvart kjósendum. Er elítan þar með orðin eins konar sósíaldemókratískt nomen-klessu-klattúru-fílter á milli einræðisformsins og gervilýðræðis

Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2019 kl. 11:01

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Almenningur skilur ekki að nú er ekki inn að spyrja - hvað græðum við á því?  Sjálfsstæðimenn eru í ríkisstjórn með fólki sem trúir því að heimurinn sé að líða undir lok en reyna að höfða til venjulegs fólks með tali um neytendavernd og álíka bulli. RÚV sýnir áróðursmyndir um endalokin en allt kemur fyrir ekki. Umhverfistrúboðið er komið á það stig að ekki er hægt að útskýra fyrir ófrelsuðum almenningi hvað er í húfi. 

Sæstrengurinn mun draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í heiminum og verður þar með mikilvægt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum

Landvernd þegir þunnu hljóði um orkupakka 3 og gaf enga umsögn, en neðst á síðunni er nokkurra ára gömul umsögn um raforkustreng til Evrópu.

Umhverfisráðherra var framkvæmdastjóri Landverndar í 6 ár. Landverndarfólkið hefur skoðanir á öllu á milli himin og jarðar en virðist ekki hafa neinar skoðanir á orkapakka 3. Það gerist ekki oft að umræða um umhverfismál sé svo almenn eins og núna en þá þegir Landvernd og baráttufólk þess.

Fyrir utan vinnuna eiga allir rétt á sínum sínum prívatskoðunum sem koma starfinu ekkert við. En í leit að "skoðunum" fólksins sem tengist Landvernd fann ég ekki eitt aukatekið orð um orkupakkann sem mér finnst skrýtið, bæði vegna þess að umhverfismál er sérsvið og hjartans mál þess, sem er alveg ófeimið að hafa allskonar skoðanir, sem nota bene, er sjálfsagður réttur allra.

Hér eru örfá dæmi af handahófi sem sannar að það rennur blóð í Landverndarfólkinu, því getur orðið heitt í hamsi en ég skil ekki þessa deyfð gagnvart orkupakkanum... 

Jæja börnin góð. Verkfall fyrir loftslagið á Íslandi.

Ríkisstjórnin verður að standa við fögru orðin um að bregðast við loftslagsvandanum.

Greta Thunberg is a superhero

Þessi voru á móti frumvarpi um þungunarrof. Gleymum þeim ekki þegar líður að kosningum og femínisma og kvenfrelsi ber á góma.

...fordæma ummæli alþingismann sem féllu á Klaustri...Við krefjumst þess að Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson Karl Gauti Hjaltason og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir segi af sér þingmennsku.

https://landvernd.is/Portals/0/DigArticle/7898/Umsogn_Landverndar_Skyrsla%20radgjafahops%20um%20raforkustreng%20til%20Evropu.pdf

Benedikt Halldórsson, 22.5.2019 kl. 11:46

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hér eru umsagnir um orkupakkann. 

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/?ltg=149&mnr=777

Benedikt Halldórsson, 22.5.2019 kl. 11:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Engin umsögn frá Neytendasamtökunum.

Gunnar Bragi Sveinsson hafði rétt fyrir sér.

Hvernig væri að þingmenn Sjálfstæðisflokksins míns reyndu að tala eitt rétt orð í þessu máli. Það væri vissulega tilbreyting.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2019 kl. 12:22

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það hefur komið fram í þessari umræðu um Orkupakka 3 á Alþingi að flestir Ríkisstjórnarmenn vilja ekki að lagður verði Sæstrengur nema á forsendum íslendinga og því hafi þeir ákveðið að  setja "lagalegan fyrirvara" með Regluverkinu. 

En við að innleiða regluverkið í Orkupakka 3 inn í íslensk lög með þessum fyrirvara er það sama og innleiða pakkann í óbreyttri mynd.

Fyrirvarar halda ekki - og það ættu menn að vita í ljósi reynslunnar.

Ég get ekki skilið þá Alþingismenn sem sjá það ekki.

Eggert Guðmundsson, 22.5.2019 kl. 12:46

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ríkið sem er eini raforkusalinn að reyna að tryggja neytendavernd gagnvart sjálfu sér?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2019 kl. 13:05

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar spurt er, af hverju þurfum við Orkupakka 3, hvaða gagn höfum við af honum, þá er svar stjórnarflokkanna og hinna kratana: "Af því bara" og ef óskað er eftir rökstuðningi er svarið: "ESB segir að við eigum að gera það". Þegar síðan þingmenn sem vilja verja íslenska hagsmuni tala á Alþingi, eru þeir kallaðir öfgamenn.

Hvað kom fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn??? undir hvaða álögum eru þeir??? og VG sem þykist vera grænn flokkur því hann vill verja náttúru landsins, hvað varð um stefnu þeirra????

Það er eitthvað "defect" að eiga sér stað á stjórnarheimilinu, eitthvað mjög skrítið. Annað hvort hefur þessu fólki verið mútað eða þau undir hótunum af einhverju tagi. Þannig lítur það út fyrir mér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.5.2019 kl. 14:37

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tómas, þetta eru peningar sem þetta snýst um. Það er búið að freista manna með stórum peningum. Þannig vinnur evrópusambandið.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2019 kl. 15:30

9 Smámynd: rhansen

Ser fólk ekki i alvöru hvað er að gerast ..?

rhansen, 22.5.2019 kl. 16:46

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með Tómasi, hljóta að vera annað hvort mútur eða hótanir.  Ef hvorugt - þá er afstaðan óskiljanleg hjá þessu fólki sem við höfum kosið sérstaklega til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar á opinberum og/eða alþjóðlegum vettvangi.

Kolbrún Hilmars, 22.5.2019 kl. 17:10

11 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Jahá, hvort er ég með eða á móti segir Gunnar Bragi við SDG? Af hverju var ég með um árið, en núna á móti? - Eða gæti a.m.k. hafa sagt.

Sjálfur er ég sömu skoðunar og ritendur hér að ofan; hver þjóð geri það sem henni sýnist í þessu samstarfi og öðru. Ísland úr NATO, Ísland úr NATO, Ísland úr NATO o.s.frv.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.5.2019 kl. 20:15

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins? Telja þeir nóg að tefla fram óburðugum, skrækróma  nýkosnum nýliða úr sveitarstjórnarpólitíkinni sér til bjargar? Bryndís Haraldsdóttir skeit yfir bakið á sjálfri sér með grein í morgunblaðinu, sem hún sennilega hafði ekki samið alveg sjálf, en útmálaði þó tilgang orkupakka þrjú, tærastan orðum.

 Splundrun Landsvirkjunar, valdaafsal yfir eigin orkulindum og eftir það einkavinavæðing orkunnar okkar í nafni neytendaverndar! Er hægt að vera heimskari? Að svona della skuli vella úr Mosfellsbænum er beinlínis sorglegt.  Allt í boði Sjálfstæðisflokksins? Annað bankahrunsboð on ðe hás? Bjarni Ben býður steinþegjandi í teitið, Gulli utanríks skenkir drykki og virkjar familíusteitið og allt er til sölu? Bryndís riðlast á míkrafón Alþingis og kennir öllum öðrum um, öðrum en sökunautum.

 Sorglegra hyski hefur aldrei fyrr verið kosið á Alþingi Íslendinga, í nafni Sjálfstæðisflokksins. Landeyður og amlóðar allir með tölu, leyfi þeir þessari ósvinnu yfir okkur að ganga. Furðulegt hve lítið þessi óbermi finna til andstöðunnar, enda í engu samhengi með atvinnurekendum sínum. Kokhreysti þeirra mun að endum verða þeirra fall. Farið hefur fé miklu, miklu betra. Þvílík fífl!

 Það kemur nefnilega dagur eftir þennan dag.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.5.2019 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband