Landvernd: fólk á að deyja úr kulda

Kuldi drepur 20 sinnum fleiri manneskjur en hiti, er niðurstaða rannsóknar í Lancet, virtu tímariti á sviði heilbrigðisvísinda. Við sem búum á norðurslóðum hljótum að fagna hlýnun jarðar; fólk drepst síður úr vosbúð.

Hlýnunin er að vísu óveruleg, aðeins 0,3% á hálfri annarri öld, en stefnir þó í rétta átt.

En þá bregður svo við að trúarsamtök er heita Landvernd kalla það loftslagsvá þegar okkur hlýnar og færri krókna. Landvernd vill lýsa yfir neyðarástandi við jákvæðum tíðindum af árferði til lands og sjávar.

Hvað er eiginlega í gangi? 

Jú, það helst að Landvernd er deild í alþjóðlegum söfnuði sem trúir því að veðrið sé að fara til helvítis af mannavöldum.

Framkvæmdastjóri Landverndar segir tímabært að endurskoða helgisiðina og temja sér sterkari ógnarorðræðu því það sé ,,hrika­legt stríð við af­neit­un­ar­sinna."

Heilagt stríð, sem sagt, þeirra sem eru handhafar sannleikans og kallast góða fólkið.

 

 

 


mbl.is „Hamfarahlýnun af mannavöldum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband