Sjálfstæðisstefnan í Miðflokknum

Þriðji orkupakkinn er fullveldismál. Ef við innleiðum hann flyst forræði íslenskra auðlinda yfir til Evrópusambandsins, sem mótar og hefur eftirlit með framkvæmd orkustefnu fyrir öll ESB-ríki.

Miðflokkurinn fylgir afdráttarlausri sjálfstæðisstefnu og hafnar þriðja orkupakkanum.

Flokkurinn sem kennir sig við sjálfsstæðisstefnuna fylgir á hinn bóginn ESB-flokkum að málum og hyggst samþykkja orkupakkann með stuðningi Viðreisnar og Samfylkingar.

Flokkur sem brýtur gegn grunnstefnu sinni er kominn í ógöngur. Svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Hafnar þriðja orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Mörum sinnu verra og skelfilegra mál fyrir þjóðina en Icesave nokkurn timann var !

rhansen, 31.3.2019 kl. 12:48

2 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ESB stofnanir samþykkja ekki nema það sem gagnast Þjóðverjum og Frökkum. Einhverjir viðaukar sem meirihlutinn í íslenskum stjórnmálum párar inn í þriðja orkupakkann munu renna snurðulaust um stofnanir ESB og stimplaðir sem innihaldslaust orðagjálfur. Dapurt að horfa upp á að stjórnmálafólk íslenskt leggist svo glatt með glýju í augum og skrifi upp á allt sem frá ESB kemur og hæðir svo sjálft sig í leiðinni með barnalegum "fyrirvörum".

Arnar Guðmundsson, 31.3.2019 kl. 13:17

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og nú er meira að segja búið að sannfæra Pál Magnússon að þetta sé hið besta mál og engin hætta sé á ferðum!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2019 kl. 13:31

4 Smámynd: Halldór Jónsson

zð er byrjuð undirskriftasöfnun um  þjóðaratkæði um orkupakkann

Halldór Jónsson, 31.3.2019 kl. 17:45

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt rhansen! Þeir hætta ekki fyrr en þeir sjá hvers við erum megnum. Ætti að þakka fyrir óborgganlega lágann greiðsluseðil frá Sálfstæðisfl..en hafði hugsað mér frekar að borga þeim lambið gráa. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2019 kl. 06:03

6 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll, það er einfaldlega rangt að eitthvert vald færist til ESB með 3. orkupakkanum. Gott væri að þú bentir á lögin, lagaregluna og málsgreinina sem vísað er til um ákvörðunarvald ESB. - Nema þú meinir Eftirlitstofnun EFTA? Andstöðuna við EES á ekki að reka undir fölsku flaggi.

Gaman að SDG og Gunnar Bragi skuli nú vera á móti orkupakkanum sem þeir sjálfir sömdu um og eftir öðru hjá Miðflokknum.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 1.4.2019 kl. 11:39

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki biðja mennina að benda á neinar staðreyndir Einar. Biddu frekar um getgátur og samsæriskenningar. Þá færðu fullt af góðum svörum.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.4.2019 kl. 12:18

8 Smámynd: Valur Arnarson

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér staðreyndir málsins (tekið af síðu Bjarna Jónssonar):

Fáeinar athugasemdir við þingsályktunartillögu um Orkupakka #3

1.    Formáli:
Samtökin „Orkan okkar“  hafa leitað til Peters Örebech (PÖ), sérfræðings í Evrópurétti og lagaprófessors við Háskólann í Tromsö í Noregi, um lögfræðilegar athugasemdir við örfá atriði úr drögum að þingsályktunartillögu um innleiðingu ESB-Orkulagabálks #3.  Fylgja þessi atriði draganna hér á eftir með athugasemdum Örebechs í þýðingu Bjarna Jónssonar:

2.    Kafli 2, bls. 3:
„Lagt er til, að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn á þeirri forsendu, að engin grunnvirki yfir landamæri eru nú fyrir hendi á Íslandi, sem gera mögulegt að flytja raforku á milli Íslands og orkumarkaðar ESB.  Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði [ACER], eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi, eins og sakir standa.“

Athugasemd PÖ:
Rétt: Núna á hún ekki við, en reglugerð nr 713/2009 mun engu að síður taka gildi [á Íslandi], ef Alþingi styður samþykkt EES-nefndarinnar. 

„Verði þessi tillaga samþykkt, verður reglugerð (EB) nr 713/2009 innleidd í íslenzkan rétt með hefðbundnum hætti, en með lagalegum fyrirvara um, að grunnvirki, sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og raforkumarkaðar ESB, verði ekki reist eða áætluð, nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar, og komi ákvæði hennar, sem varða tengingar yfir landamæri, ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.“

Athugasemd PÖ:
Þetta brýtur í bága við EES-samninginn, kafla 7:
„Réttargjörningar, sem um er fjallað í eða felldir inn í viðauka við þennan samning eða í samþykktum EES-nefndarinnar, skulu vera bindandi fyrir samningsaðilana, og þeir skulu vera, eða þá skal gera að hluta af eigin réttarkerfi þeirra með eftirfarandi hætti:
Réttargjörningur, sem samsvarar EES-gerð, skal sem slíkur verða hluti af eigin réttarkerfi samningsaðilanna.  Það þýðir, að allar reglugerðir verður að fella inn í landsrétt undanbragðalaust og án fyrirvara.  Það er ekki hægt að segja um það fyrirkomulag, sem utanríkisráðherra Íslands leggur til. 

„Við þá endurskoðun verði tekið enn frekar og sérstaklega til skoðunar á vettvangi Alþingis, hvort innleiðing hennar [713/2009]  við þær aðstæður samræmist íslenzkri stjórnarskrá.“

Athugasemd PÖ:
Þetta er röng röð aðgerða.  Fyrst þarf að ganga úr skugga um þanþol stjórnarskrárinnar.  Síðan þarf að bera það saman við þær lausnir, sem reglugerð 713/2009 hefur í för með sér.  Með því að fylgja verklagi utanríkisráðherrans, þá er hætta á, að stjórnarskráin verði brotin, því að allar reglugerðir, þ.á.m. 713/2009, verða, ef Ísland innleiðir Orkupakka #3, hluti af samningsbundnum skuldbindingum Íslands, og þannig hafnar yfir íslenzku stjórnarskrána.  Það er gengið út frá því, að  íslenzkur réttur, eins og norskur réttur, sé í samræmi við þjóðaréttinn, í þessu tilviki EES-samninginn. 

3.    Kafli 4, bls. 6:
„Upptaka þriðja orkupakka í EES-samninginn felur ekki í sér neins konar skyldu eða skuldbindingu íslenzkra stjórnvalda til að tengjast hinu sameiginlega raforkukerfi ESB með lagningu sæstrengs eða öðrum hætti.“

Athugasemd PÖ:
Það getur ekki verið vafa undirorpið, að „Statement of mutual understanding“- yfirlýsing um sameiginlegan skilning - er ekki þjóðréttarlega skuldbindandi skjal.  Til að svo verði er áskilið, að EFTA-ESB komist að samkomulagi um „sameiginlega yfirlýsingu“.  Hún er síðan sett sem viðauki við EES-aðalsamninginn.  Áður en það er hægt verða allir samningsaðilarnir, sem eru öll aðildarlönd ESB [og 3 EFTA-lönd], að fjalla um málið.  Slíkt ferli hefur ekki átt sér stað.  Þessi yfirlýsing er ekkert annað en óskuldbindandi, loftkenndir óskadraumar, sem ekki munu vega þungt hjá ESA,  ESB-dómstólinum eða EFTA-dómstólinum.

Það leikur enginn vafi á því, að strax og fjárfestir, t.d. þýzka [raforkufyrirtækið] E´on, hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Íslandi, þá mun – ef Ísland lýsir sig andsnúið slíku verkefni – viðfangsefnið verða á valdsviði ACER (og Landsreglarans á Íslandi).  Þetta eru stofnun og embætti, sem Ísland ekki getur gefið fyrirmæli eða haft áhrif á.  ACER getur ekki hafnað slíkum streng, því að slíkt myndi stríða gegn EES-samninginum, kafla 11 og 12, um magntakmarkanir á inn- og útflutningi.  Til að Ísland losni úr þessari „klípu“, er eina ráðið að segja upp EES-samninginum.

Valur Arnarson, 1.4.2019 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband