Vinnustaðasamningar - gegnsæi og lýðræði

Kjarasamninga ætti að flytja á vinnustaði. Stóru verkalýðsfélögin eru ekki lengur í sambandi við almenna félagsmenn, það sést t.d. á lélegri þátttöku í stjórnarkjöri.

Í stað dýrra og óþarfra verkalýðsfélaga ætti að setja almenn lög um vinnustaðasamninga. Skipta mætti vinnustöðum upp eftir stærð, t.d. þannig að sérstök ákvæði gildi um lita vinnustaði, önnur um meðalstóra og enn önnur um fjömenna vinnustaði.

Í lögum yrði útskýrt hvernig standa ætti að vinnustaðasamningum og gert ráð fyrir atbeina ríkisvaldsins, sáttasemjara, ef á þyrfti að halda.

Núverandi fyrirkomulag kjarasamninga hefur gengið sér til húðar. Bæði er að samningarnir eru að stórum hluta marklausir, þeir kveða á um lágmarkslaun en ekki raunlaun, en svo er hitt að þeir eru gerðir af fólki sem hefur ekki upplýsingar um afkomu einstakra vinnustaða. Niðurstaðan verður gróft meðaltal. Sum fyrirtæki borga alltaf hærri laun en nemur töxtum á meðan önnur standa varla undir lágmarkslaunum.

Vinnustaðasamningar færa kjaramálin nær launþegum, auka gegnsæi og lýðræði. Ekki er vanþörf á þar sem verkalýðsfélög færast sífellt fjær upphaflegum tilgangi og taka þátt í almennri stjórnmálabaráttu í stað þess að semja um kaup og kjör.


mbl.is Samið verði til styttri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála. Hef sjálfur góða reynslu af vinnustaðasamningum, en hinn ágæti Þröstur Ólafsson sem þá var framkvæmdastjóri Dagsbrúnar aðstoðað okkur. 

Benedikt Halldórsson, 11.1.2019 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband