Framhaldshrunið, ESB-umsóknin, 9 ára

Í dag eru 9 ár síðan ólukkustjórn Jóhönnu Sig. samþykkti ESB-umsókn til Brussel. Umsóknin framlengdi fjármálakreppuna, gerði hana að siðferðishruni. Með umsókninni varð slagorðið ,,ónýta Ísland" að baráttumáli vinstrimanna. Vakandi og sofandi formæltu vinstrimenn öllu íslensku.

Icesave-samningarnir voru gerðir til að knésetja Íslendinga og tryggja að þeir færu á hnjánum inn í Evrópusambandið.

Atlaga stjórnar Jóhönnu Sig. að fullveldinu og stjórnskipuninni (það átti að stúta stjórnarskránni) mistókst. Þjóðin hafnaði Icesave í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu og setti þar með skorður á framgang ESB-aðlögunar.

ESB-umsóknin dó drottni sínum áramótin 2012/2013 þegar Vinstri grænir þvoðu hendur sínar af handvömm Jóhönnu, Össurar og kratanna. Þar með hófst sáttarferli gagnvart Vg-liðum og leiddi þá til hásætis í stjórnarráðinu fimm árum síðar.


mbl.is Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þeir hafa samt svikist um að draga umsóknina til baka. Embættismannastóðið sér til þess því þeir ætla þangað inn.

Og svo hverjir ekki úr Sjálfstlæðisflokknum?

Halldór Jónsson, 16.7.2018 kl. 15:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hér flæða formælingar í höfði mér sem gjarnan vildi ausa yfir þessa þjóðnýðinga,þegar þessi aðför aumingjanna er ryfjuð upp.En áfram skulum halda og verja Ísland,-best að hafa það gamaldags og segja með kjafti og klóm.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2018 kl. 16:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt. Ónýtt Ísland var slagorðið þá. Aldrei hefur verið útskýrt hvort það var landið sjálft sem var ónýtt eða fjármálasnillingarnir. 
Hvernig mætti annars vera að þetta land með öll sín náttúrugæði; kalda vatnið, heita vatnið, fiskimiðin, hafi talist ónýtt?
Þó er landið ekki ónýtara en svo að alþjóðlegir auðkýfingar eru að kaupa upp þetta "ónýta" land - nú þegar 30% af því miðað við nýjustu opinberar upplýsingar.  

Kolbrún Hilmars, 16.7.2018 kl. 17:00

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Umsókn um aðild að ESB, var aldrei send. Össur skrifaði bréf til ESB, með einhverjum fyrirspurnum, en það var látið líta út eins og þetta væri umsókn. Einn þingmaður getur ekki sótt um aðild að ESB, til þess þarf lög frá Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Og það útheimtir nýjar kosningar og nýja samþykkt, nema forsetinn neiti að skrifa undir, en þá færi umsóknin í þjóðaratkvæðagreiðslu, og þessi umsókn yrði ALDREI samþykkt í þeirri atkvæðagreiðslu.

En það væri vissulega betra að Alþingi samþykkti að afturkalla falska Össurarbréfið, og þá jafnframt að lýsa því yfir að Ísland muni aldrei sækja um inngöngu í ESB.

Tryggvi Helgason, 16.7.2018 kl. 17:54

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tryggvi, Össur afhenti tvö bréf, stuttort og undirrituð af þáverandi forsætisráðherra.  Semsagt tvisvar!  Fyrst í Stokkhólmi og síðan í Brussel.  Hvor þessara fékk frumrit eða afrit veit enginn. Breytir ekki því að þetta tvöfalda frumhlaup þarf að afturkalla og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Sem hefði að sjálfsögðu átt að gera í upphafi.

Kolbrún Hilmars, 16.7.2018 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband