Vestrænt einelti gagnvart Rússum

Engar sannanir eru fyrir aðild rússneskra yfirvalda að eiturtilræðinu í Sailsbury á Englandi. Breska ríkisstjórnin ákvað að gera stórpólitískt mál úr tilræðinu fyrst og fremst til að þjóna innlendum hagsmunum - upplausninni vegna Brexit.

Evrópusambandið er til í aðför að Rússum á veikum grunni. ESB notar Rússahatur til að halda veiku ríkjasambandi við lýði - aftur Brexit. Bandaríkin hökta með enda háð evrópskum velvilja í átökum í miðausturlöndum og Úkraínu.

Ísland virðist hafa tekið þann kost að sýna þykjustusamúð með vestrænu einelti gagnvart Rússum með því að aflýsa fundum með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Það er skárra en að stökkva á eineltisvagninn þótt stórmannlegra væri að lýsa frati á innistæðulaust Rússahatur.


mbl.is Sækja ekki heimsmeistaramótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Glottið á Dónald Tuck er svo óviðeigandi rétt eins og honum og ESB hafi tekist eitthvað sem stefnt var að,nær væri að hann sýndi feðginunum sem berjast fyrir lífi sínu samúð með loforði um að finna tilræðismennina.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2018 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband