Tyrkir í ESB; Rússar í Nató

Vestræn ríki stjórna bæði Evrópusambandinu og Nató. Eftir að kalda stríðinu lauk um 1990 hófst stækkunarferli ESB og Nató í austurátt. Hernaðarbandalag gömlu Sovétríkjanna, Varsjárbandalagið, var lagt niður.

Leiðandi vestræn ríki í Evrópu, Frakkland og Þýskaland, standa gegn því að Tyrkir verði aðilar að Evrópusambandinu, en þeir eru Nató-ríki frá dögum kalda stríðsins. Stórveldið Bandaríkin koma í veg fyrir að Rússland verði Nató-ríki.

Það er aldrei sagt upphátt hvers vegna Tyrkland fær ekki inni í ESB og Rússland er útilokað frá Nató og raunar ESB.

Tyrkland er einfaldlega of stórt fyrir Evrópusambandið. Tyrkir eru 80 milljónir og tækju sæti við háborðið ásamt Frökkum og Þjóðverjum. Þar að auki eru Tyrkir múslímsk þjóð. Rússar eru að sama skapi of stórir fyrir bæði Nató og ESB, telja 144 milljónir og landmesta þjóðríki jarðarinnar.

Það á að heita svo að bæði Nató og ESB séu verkfæri lýðræðisþjóða að tryggja stöðugleika og frið. Þótt hvorki Tyrkir né Rússar fái fulla aðild að þessu vestrænu stofnunum, vegna stærðar sinnar, má gera kröfu til að ESB/Nató hagi sér þannig að hægt sé að efna til samstarfs við þessar voldugu Asíu-þjóðir, sem eru þrátt fyrir allt með tábergið í Evrópu (Tyrkland) og hluti af evrópskri menningu (Rússland). En þar vantar nokkuð á, einkum í samvinnu við Rússland.


mbl.is Tyrkir stefna enn á aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Það væri glatað að fá Týrkland inn í ESB. Þau eru ekki traust. 

Merry, 26.3.2018 kl. 15:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarpleg færsla og skilningsaukandi.

Ég held að Trump Forseti sé að velta svona hlutum fyrir sér. Og Pútín líka. Hvílíkir möguleikar felast  í viðskiptum og verslun milli stórþjóðanna frekar en vopnaskak.

Íslensk fyrirtæki sem þjonusta áliðnaðinn finna fyrir fjörkipp vegna tollanna sem Trump var að leggja á Kínverja. Enda er ekki hægt að versla á réttlætisgrundvelli við einræðisríki sem stýrir viðskiptum með hentistefnu án tillits til einstakra kostnaðarþátta.

101 liðið rekur upp ramakveina núna og talar um tollastríð. Trump gaf Evrópu undanþágu strax þar sem hann er bara að framkvæma pólitíska aðgerð gegn einræðisríki fyrst og fremst. Canada sjattlar hann einhvernveginn sem ég kann ekki núna.

Og Ameríka lifnar við eins og hann lofaði.

Halldór Jónsson, 26.3.2018 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband