Unglingar á hótel mömmu vilja kosningarétt

Til að taka ábyrgð á öðrum þarf maður fyrst að taka ábyrgð á sjálfum sér. Í dag er fyrirkomulagið að ungmenni fá kosningarétt sama ár og þau verða fjárráða. 

Sá sem ekki er fjárráða ætti ekki að hafa kosningarétt enda felur sá réttur í sér að viðkomandi ráðstafi fjármunum annarra. 

Það er fullkomin mótsögn að 16 ára unglingur fái vald yfir fjármunum annars fólks, þ.e. samfélagsins, á meðan unglingnum er ekki treyst fyrir eigin fjármálum.


mbl.is „Stöðvað af nokkrum miðaldra körlum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Menn verða skattskyldir 16 ára gamilir. Er ekki eðlilegt að þeir sem eru skattskyldur fái að taka þátt í ákvörðunum um það hvernig skattfé er varið'

Svo má benda á að 16 ára unglingar hafa full yrirráð yfir sjálfsaflafé og stúlkur á þeim aldri hafa rétt til að ákvaða að fara í fóstureyðingu og svo eru menn sakhæfir 15 ára.

Við skulum heldur ekki gleyma því að þar sem sveitastjórnakosningar fara fram á 4 ára fresti þá þýðir 18 ára kosningaaldur það í raun að menn fá fyrst að kjósa til sveitastjórna á aldursbilinu 18 til 22 ára og lækkun kosningaldurs niður í 16 ár leiðir þá af sér að menn fá fyrst að kjósa til sveitastjórna á aldursbilinu  16 til 20 ára. Svo dæmi sé tekið þá er dóttir mín 21 árs komin í sambúð og orðin móðir en hún hefur aldrei fengið að kjósa í sveitastjórnakosningum og fær að gera það í fyrsta skipti nú í vor.

Vissulega þroskast fólk mishratt og því erfitt að setja algildan mælikvarða á það og eru margir 16 ára unglingar með meiri þroska á þessu sviði en sumir 25 ára eða jafnvel 55 ára einstaklingar En í þessu má velta því fyrir sér hvort er verra í lýðræðisþjóðfélagi að aðili sem ekki hefur þroska til að kjósa fái samt að gera það eða að aðili sem hefur þroska til að gera það fái samt sem áður ekki að gera það.

Sigurður M Grétarsson, 26.3.2018 kl. 10:27

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við fyrstu sýn virkar þetta mjög einfalt þannig að jafnvel alþingismenn þykjast geta afgreitt það án umræðu á nokkrum vikum!  En..við nánari skoðun koma fram ýmsir fletir sem þarfnast yfirlegu og umræðu skynsamra manna úti í þjóðfélaginu áður en kostgangararnir á þingi afgreiða það sem lög.

Fyrir það fyrsta þá ættu sömu reglur að gilda um kosningar til Alþingis og sveitastjórna.  Afhverju það ætti að gera meiri kröfur til "þroska" kjósenda sem velja alþingismenn heldur en þeirra sem velja sveitastjórnamenn, er rökvilla sem stenst ekki skoðun. Í öðru lagi þá liggur í augum uppi að kosningaréttur, kjörgengi og lögræði eru allt jafngild skilyrði fyrir því að fara með þá ábyrgð sem kosningarétti fylgir í lýðræðisþjóðfélagi.  Því öllum réttindum ættu að fylgja skyldur.  Það gleymist oft í umræðu um reglur samfélagsins.

Ef menn vilja breyta kosningalögum þá skulu menn taka allan pakkann og byrja hér á að innleiða nútíma stjórnskipun með endurskoðun á stjórnarskránni. Síðan má ræða að lækka lögræðisaldur og lækka kosningaaldur. Ég hef ekki orðið var við að lækkun kosningaaldurs sé það sem einna helst brennur á ungu fólki. Það vill bara að þjóðfélagið virki og alþingismenn gangi ekki á undan í rugli, sérhagsmunagæslu og sjálftöku

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.3.2018 kl. 10:59

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það þarf stjórnarskrárbreytingu til að breyta kosningaaldri til þingkostninga en bara lagabreytingu til að breyta honum í sveitastjórnakosningum. Þegar kosningaalsur var á sínum tíma lækkaður úr 20 árum í 18 ár var það fyrst gert í sveitastjórnakosningum enda haefur bæði hér á landi og erlendis þegar kosningaaldur hefur verið lækkaður í flestum tilfellum verið prófað að gera það fyrst í sveitastjórnakosningum áður en það hefur verið gert í þingkosningum. Á Möltu var kosningaaldur lækkaður niður í 16 ár í sveitastjórnakosningum fyrir nokkrum árum og er árangurinn af því það góður að þeir ætla að taka þetta upp í þingkosningum líka.

Önnur rök fyrir því að prófa þetta fyrst í sveitastjórnakosningum þar sem aðeins þarf til lagabreytingu til að breyta kosningaaldri er sú að ef þetta reynits illa þá er einfaldara að breyta kosningaalldrinum aftur í fyrra horfs heldur en í þeim tilfellum sem það þarf stjórnarskrárbreytingu til.

Sigurður M Grétarsson, 26.3.2018 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband