Páll gegn Stundinni og falsfréttum

Stundin gerði út blaðamann á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að segja að þar væri á ferðinni samkoma barnaníðinga. Páll Magnússon þingmaður birti glefsur úr ritsmíð blaðamannsins á samfélagssíðu sinni og fordæmdi.

Stundin, með hjálp frá RÚV og öðrum fjölmiðlum, reyndi að kenna framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu þingkosningar við barnaníð. Aðferðin er gamalkunn, ættuð úr ævintýrum H.C. Andersen, þar sem ein fjöður verður að fimm hænum.

Barnaníð er eitt það ljótasta sem hægt er að saka nokkurn mann um. Ritstjórar Stundarinnar kveinka sér undan fordæmingu Páls og segja blaðamanninn hafa skrifað ádeilu en ekki frétt um landsfundinn.

En þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Það er enginn munur á ádeilum Stundarinnar, og í sívaxandi mæli RÚV, og fréttum. Svokallaðar ,,fréttir" eru ádeilur skreyttar fáeinum staðreyndum, sem oft koma málefninu næsta lítið við.

Páll Magnússon vekur athygli á hugarfarinu á bakvið falsfréttaframleiðslu Stundarinnar og kennir við endaþarmsblaðamennsku. Það er ekki ofmælt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sérkennilegt er að draga RUV inn í skrif um umdeilda umfjöllun annars fjölmiðils af landsfundi Sjálfstæðisflokksins án þess að nefna í hverju meint ádeila RUV hefði verið. 

Sem líklega verður ekki nefnt, svo fjarri fannst mér að sá vandaði og faglegi fréttamaður Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir stundaði slíkt í sinni umfjöllun. 

Ómar Ragnarsson, 21.3.2018 kl. 13:49

2 Smámynd: Réttsýni

Það er dálítið skondið að með þessum viðbrögðum Páls og annarra froðufellandi áhangenda Sérhagsmunaflokksins tókst þeim að gera þennan blessaða pistil að því eina sem stendur upp úr í fréttum um þennan landsfund þeirra. Einhverjir myndu nú kalla þatta upphlaup að "skjóta sig í fótinn". Annars hefði þessi pistill gleymst fljótlega og farið fram hjá flestum. Hitt er svo annað mál að seinni hluti pistilsins er mun betri en sá fyrri. Hann er hér:

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Réttsýni, 21.3.2018 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband