Noregur vill stjórna Íslandi - í þágu ESB

Raforkumálum Íslands verður stjórnað af Evrópusambandinu ef ACER-stofnunin verður að veruleika. Norskir embættismenn, sem eru upp til hópa ESB-sinnar, eru tilbúnir að framselja völdin yfir norskri raforku til Brussel og fá til þess stuðning frá Hægriflokknum, sem situr í ríkisstjórn.

Framsal á raforkunni fer í gegnum EES-samninginn, sem Ísland á aðild að. Norskir embættismenn telja sig geta ráðskast með íslenska hagsmuni og framselt þá til ESB.

Íslensk stjórnvöld eiga á augabragði að senda þeim norsku skilaboð: raforkan á Ísland fer ekki undir stjórn ESB. Í framhaldi eigum við að segja upp EES-samningnum.


mbl.is Túlkun norskra embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Merkilegt að íslensk náttúruverndarsamtök hafi ekki kveikt á perunni.

Kolbrún Hilmars, 21.3.2018 kl. 14:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, og hvers vegna heyrist ekki boffs í VG?

Ragnhildur Kolka, 21.3.2018 kl. 17:28

3 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Sæll Páll,

það þarf ekki að segja upp EES út af Orkumálapakkanum, það þarf bara að sleppa að bæta honum (þ.e þeim hluta sem snýr að ACER) inn í pakkann. T.d hefur Lichtenstein sleppt að innleiða hann að mestu leiti hjá sér. Einu tilskipnairnar sem "þarf" að innleiða í lög eru tilskipanir sem byggjast á fjórfrelsinu (frjálst flæði, þjónustu , fjármagns, (launa)fólks og vara). Orkupakkinn er ekki inní því.

Gunnar Sigfússon, 21.3.2018 kl. 18:08

4 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Svona til upprifjunar, meira að segja þeir sem stýrðu aðildarviðræðum við ESB vildu ekki þennan pakka (þ.e fá undanþágu frá honum)

https://www.stjornarradid.is/media/utanrikisraduneyti-media/media/ESB/samningskaflar/15/15.-kafli-samningsafstada.PDF

Í öðrum minnispunktum tengt þessu kemur fram að alls EKKI eigi að innleiða þetta í EES-samninginn heldur bíða eftir að fá undanþágu í aðildarviðræðum.

Spurningin er af hverju þykjast menn þurfa að gera þetta núna? Þótt Norðmenn innleiði þetta þurfum við ekki að gera það. Nema ef einhverjir vilja komast ó ódýr lán til að byggja sæstreng?

Gunnar Sigfússon, 21.3.2018 kl. 18:28

5 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Bjarni búinn að fatta þetta :)

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/22/orkumal_islands_ekki_mal_esb/

Gunnar Sigfússon, 22.3.2018 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband