Þorskastríð, landafræði og fullveldi

Landafræði skilgreinir þjóðríki að stórum hluta. Samskipti Bretlandseyja við meginland Evrópu markast af Ermasundinu sem í þúsund ár var farartálmi spænskra, franskra og þýskra stórvelda er vildu leggja undir sig eyríkið. Finnland er nánast landfræðileg hjálenda Rússlands og stjórnmál landsins markast af því.

Sama gildir um Ísland og þorskastríðin. Þau voru háð í kalda stríðinu eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem öllum var ljóst að frá Íslandi var hægt að stjórna skipaumferð yfir Norður-Atlandshaf.

Ísland gat sett fram kröfur um að stjórna auðlindum landgrunnsins. Við þurftum ekki að vera í Nató til að sigra þorskastríðin, þótt það hafi hjálpað til. Fyrst og fremst þurftum við fullveldi, því að skaginn sem gengur út frá Þýskalandi, og kallast Danmörk, myndi ekki hafa rænu á að styðja kröfur Íslendinga ef þær fór í bága við hagsmuni Bretaveldis.

 


mbl.is Þorskastríðin merkilegri en margir vilja vera láta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað skiptir fullveldi ríkja öllu máli í samskiptum við önnur ríki en að okkar fullveldi hafi skipt heimsvaldasinnuðu hervaldi í Bretlandi einhverju máli er ólíklegt.  Enda "unnum" við engin stríð við Breska flotann! Hins vegar gerðum við útgerð bresku togaranna óarðbæra með togvíraklippingunum og aðferðir herskipanna við að veita togurunum vernd drógu mjög úr árangri veiðanna. Þegar ávinningurinn af veiðunum hvarf þá var þeim sjálfhætt.

Síðan unnum við deiluna um 200 mílna auðlindalögsöguna á grundvelli Hafréttaráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna ´74-´76, en ekki í átökum við Breta.

En fátt hefur eflt stolt landans meir en þessi "Þorskastríð" og það var mikilvægt fyrir pólitíkusana að láta líta svo út að við hefðum unnið í beinum átökum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.3.2018 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband