Umboðsmaður fellst á málflutning Sigríðar

Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, stendur með pálmann í höndunum eftir niðurstöðu umboðsmanns alþingis sem stjórnarandstaðan vildi að tæki veitingu dómaraembætta í landsrétti til rannsóknar.

Rannsókn umboðsmanns mun þvert á móti beinast að skringilegu mati hæfisnefnda á umsækjendum og meta hvort það standist góða stjórnsýsluhætti. Stjórnarandstaðan, Píratar og Samfylking sérstaklega, töldu mat hæfisnefnda ófrávíkjanlegt. Umboðsmaður er á annarri skoðun, telur rannsókn þurfa að skera úr um það.

Píratar og Samfylking eru með allt niðrum sig í málinu. Málgagn þeirra, RÚV, reynir þó að finna málsbætur, með því að gera aukaatriði að aðalatriði.


mbl.is Ekki ástæða fyrir frumkvæðisrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kunna þessir flokkar ekki að tapa.

Valdimar Samúelsson, 5.3.2018 kl. 14:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gott mál.  Slíkar nefndir utan þings eiga að lúta sama eftirliti og þær innan þings.

Kolbrún Hilmars, 5.3.2018 kl. 14:09

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ansi er þetta nú frjálsleg túlkun á niðurstöðu umba varðandi hvort embætti hans sjái ástæðu til sérstakrar frumkvæðisrannsóknar á dómararáðningum Sjálfstæðismanna. Greinilegt að pistlaritari hefur ekki nennt að lesa bréf umba heldur látið ómerkta endursögn blaðamanns mbl.is duga.

Mín persónulega skoðun hefur alltaf verið sú að í sambandi við þetta tiltekna mál sé ekki við ráðherra að sakast heldur það Alþingi sem þá sat og samþykkti tillögur ráðherrans athugasemdalaust!

Umbi fer ágætlega yfir þetta dæmalausa mál og vissulega þá kemur skýrt fram að ráðherra fer gegn góðum stjórnarháttum með því að fara ekki eftir ráðgjöf sem hún fékk, um að réttast væri að fara eftir tillögum matsnefndarinnar. Í stjórnsýslulögum er gert ráð fyrir að ráðherra leiti sér sérfræðiráðgjafar innan úr ráðuneytinu og fari eftir þeirri ráðgjöf.  Sigríður fékk slíka ráðgjöf en í hroka sínum taldi hún sig vita betur. Þetta finnst Umba greinilega aðfinnsluvert en lagatækni kemur í veg fyrir að þetta dugi til að víta ráðherrann formlega.

Einnig bendir Umbi á að þar sem Hæstiréttur komi til með að úrskurða endanlega um þessa embættisfærslu þá mun hann að sinni ekki aðhafast. 

Það sem Alþingi þarf að læra af þessu, er að hlýða ekki framkvæmdavaldinu í blindni heldur taka alvarlega það hlutverk sem það hefur í stjórnskipuninni. Ef það er ekki nógu skýrt í hugum manna er það enn ein ástæðan fyrir að uppfæra Stjórnarskrána sem fyrst.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.3.2018 kl. 15:09

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll, eitthvað ertu ekki að skilja hvað umboðsmaður var að segja, t.d. segir hann að dómsmálaráðherra hefi ekki verið bundinn af tveggja vikna ramma með að klára málið, hrein della í henni og á ekki við í þessu tilfelli.

Enn ein ástæðan til að dómsmálaráðherra víki.

Ertu að miskilja þetta viljandi eða ertu ekki búinn að kynna þér þetta almennilega ?

Jón Ingi Cæsarsson, 5.3.2018 kl. 21:07

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ráðherrann tekur endanlega ákvörðun fyrir sitt leyti. Hann hefur vitanlega hliðsjón af þeirri ráðgjöf sem hann fær, en á endanum er ákvörðunin hans. Því er ekki hægt að segja að ráðherranum beri að fara eftir ráðgjöf. Enda væri það furðulegt, ekki síst í ljósi þess að það hendir nú oft að ráðgjafarnir hafi hver sína skoðunina.

En meginniðurstaðan er eins og Páll lýsir henni: Umboðsmaður telur ekki tilefni til að hefja sjálfstæða rannsókn á embættisfærslu ráðherra. Hann telur hins vegar ástæðu til að rannsaka sérstaklega vinnubrögð matsnefndarinnar, ekki aðeins vegna þessa máls heldur einnig vegna kvartana sem honum hafa borist. Þetta sérðu ef þú lest bréfið í heild.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2018 kl. 21:10

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón Ingi: Ráðherrann fékk niðurstöðu nefndarinnar í hendur þann 19. maí. Hún þurfti að klára máli á þingi fyrir 1. júní. Hvað eru það nú margir dagar vinur?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2018 kl. 21:11

7 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn, þetta er mission impossible, það er til of mikils ætlast af Samfylkingingar fólki að það kunni að telja.

Valur Arnarson, 5.3.2018 kl. 21:32

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir að minna mig á það Valur wink

Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2018 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband