Arion: banki eða vogunarsjóður?

Fyrir hrun voru íslensku bankarnir reknir eins og vogunarsjóður. Það er önnur meginskýringin á falli þeirra, - hin er að þeir voru rændir að innan af æðstu stjórn og eigendum.

Bankarnir sem stofnaðir voru á grunni hrunbankanna eru með óskýra ímynd, nema kannski Landsbankinn sem hefur það yfirbragð að vera þjóðarbanki.

Arion og Íslandsbanki eru aftur spurningarmerki. Fyrir hvað standa þeir og hvert ætla þær. Það eykur á tortryggnina að eignarhaldi þeirra er að hluta í höndum vogunarsjóða. Við þessar aðstæður er skynsamlegt að lífeyrissjóðirnir haldi að sér höndunum


mbl.is Framtíðarsýn of óskýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 13:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 13:36

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Steini Briem,

nú hefur þú birt eitthvað 10-12 athugasemdir við síðustu tvö bloggin. Flestar athugasemdirnar eru orðmargar.

Getum við ekki samið um að þú birtir ekki fleiri en eina eða tvær athugasemdir við hvert blogg, svo fólk haldi ekki að þú sért á launum hjá mér við við þetta?

Páll Vilhjálmsson, 13.2.2018 kl. 14:12

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn eru alveg fastir í því að einkavæðing bankanna per se, sé völd að hruni þeirra og hrunið því á ábyrgð þeirra sem leyfðu einkavæðinguna. Allt virðist þetta vera hannað til að draga athyglina frá kaupendunum og þeirra sök og vinstrið gleypir við þessu og heldur merki útrásarvíkinganna á lofti.

Það var ekki á ábyrgð þeirra sem seldu hvernig kaupendurnir hegðuðu sér. Þeir rændu bankana að innan og ráku gríðarlega áhættustarfsemi sem þoldi engar sveiflur. Þeir voru stjórnlausir í þessu fylleríi og Davíð Oddson varaði ítrekað við þessu og átti í stríði við þessa menn, sem reðu flestum fjölmiðlum og sneru faðirvorinu upp á fjandann.

Fyrir einkavæðingu voru bankarnir arðlitlir sjálfsalar með djúpar pólitískar tengingar og frændhygli. Nokkuð, sem liðist ekki í dag. Hefðu nýir eigendur ekki verið ábyrgðarlausir svikahrappar, hefði einkavæðingin farið eins og henni var ætlað. Þ.e. Að bæta samkeppni í bankastarfsemi og aftengja bankana pólitískum áhrifum.

Þessi orðræða öll er á við það að kenna bílasalanaum um glæfraakstur og klessukeyrslur þeirra sem bílana keyptu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2018 kl. 14:44

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða þýðingu hefur það að þræta um nákvæmlega hvað olli því að bankarnir féllu eða hvort einhverjir ákveðnir þættir höfðu þar meiri áhrif en aðrir? Ef sjoppa í vesturbænum fer á hausinn er flestum sama af hverju, nema auðvitað kröfuhöfum fyrirtæksins ef þeir hafa ástæðu til að ætla að eignum hafi verið skotið undan í aðdraganda gjaldþrotsins.

Það sem skiptir meira máli er hvernig almenningur var látinn bera tjónið af hruninu. Ef sjoppa í vesturbænum fer á hausinn er almenningur ekki látinn bera tjónið af því. Hvers vegna var almenningur þá látinn bera tjónið af falli bankanna og borga fyrir það í gegnum stökkbreytt lán? Þetta þarf að rannsaka og upplýsa, eins og hefur verið skorað á forsætisráðherra og þingheim allan að láta gera, en viðbrögðin láta á sér standa!

Áskorun til stjórnvalda um rannsókn á því sem var gert eftir hrun - Hagsmunasamtök heimilanna

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2018 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband