Dagur óttast Eyþór

Eyþór Arn­alds, odd­viti sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, er borgarstjóralegur í fasi og framkomu.

Sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veit það manna best og beitir klækjum til að koma í veg fyrir að Eyþór sitji fundi og gæti skyggt á Dag.

Með því að vísa Eyþóri af fundi gerir Dagur ekki annað en að auglýsa örvæntingu sína um pólitíska stöðu vinstrimanna í borginni.


mbl.is „Einn hafði ekki eins gaman að þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Litlu verður Vöggur feginn!" cool

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 17:05

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Dagur er dekurdrengur sem fúnkerar aðeins þegar hann klippir á borða og allir brosa og hrópa húrra. Það sýndi sig þegar hann mætti Eyþóri í Kastljósinu að hann var skíthræddur. Sat fremst á stólbrúninni, sveittur í lófunum og reyndi að tala Eyþór í kaf. Eyþór þurfti aðeins brot af tímanum til að koma staðreyndunum á framfæri. Dagur hefði átt að læra af þessu.

Það er ekki flott að missa kúlið þegar andstæðingurinn mætir óvænt. Ekkert hefði sýnt það betur en viðbrögðin í Höfða. Hann var eins og krakki sem hélt hann hefði komist upp með prakkarastrik en þess í stað verið tekinn á teppið. Egóið beið skipbrot. 

Jafnvel þótt vinstrimenn nái að jarma sig saman í meirihluta þá mun þessi vitneskja alla tíð standa honum fyrir þrifum í návist Eyþórs.      

Ragnhildur Kolka, 13.2.2018 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband