Brexit ógildir EES-samninginn

Bretar munu ekki ganga inn í EES-samninginn. Það þýðir að Evrópusambandið og Bretland munu komast að samkomulagi, fyrr heldur en seinna, um hvernig samskiptum skuli háttað eftir Brexit, - útgöngu Breta úr ESB.

Þar með er ESB komið með tvöfalt kerfi í samskiptum við grannþjóðir, EES-samninginn sem gildir fyrir Ísland, Noreg og Lichtenstein annars vegar og hins vegar Brexit-samkomulag. Þriðja útgáfan er marghliðasamningur við Sviss. Við þetta fellur pólitískt og efnahagslegt gildi EES-samningsins niður fyrir núll.

ESB hefur gert fríverslunarsamning við Kanada sem í mörgu tekur EES-samningnum fram. Það er fyrirmynd fyrir Ísland. EES-samningurinn er barn síns tíma, ætlaður þjóðum á leið inn í ESB. Hvorki Noregur né Ísland eru á leiðinni inn í ESB.


mbl.is Vegið að grunnstoðum EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Um 70% af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu og á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Þar að auki eru nú lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 11:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi um bull frétta"skýringar" Morgunblaðsins og mbl.is undir stjórn Hádegismóra er þessi "skýring" í gær:

Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir

Hvergi í þessari "skýringu" er minnst á aðalatriðið í málinu.

Evrópusambandið hefur að sjálfsögðu engan áhuga á að fella niður alla tolla á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum ef tollar verða ekki felldir niður á landbúnaðarafurðum frá þessum ríkjum hér á Íslandi.

Að sjálfsögðu er lítið selt af sjávarafurðum frá Evrópusambandsríkjunum hérlendis en þau eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.

5.2.2018:

"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.

Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 11:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 11:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er á Evrópska efnahagssvæðinu, er því de facto í Evrópusambandinu og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 11:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 11:35

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.

Þorsteinn Briem, 13.2.2018 kl. 11:58

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESB er nú þegar með tvöfalt kerfi í samskiptum við grannríki, þar sem Sviss er ekki í EES heldur með tvíhliðasamning við ESB sem er svipaðs eðlis. Fyrst það ónytir ekki EES samninginn er ekkert sem segir að Brexit þurfi nauðsynlega að gera það. Svo eru reyndar deildar meiningar um aðild Bretlands að EES því Bretland hefur aldrei sagt henni upp og gæti því jafnvel verið áfram innan EES þrátt fyrir Brexit.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2018 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband