Afsláttur af skatti - eða skattalækkun

Söluskattur var við lýði áður en virðisaukaskatturinn var tekinn upp. Ein rökin fyrir kerfisbreytingunni var að söluskatturinn þjónaði ekki lengur tilgangi sínum vegna fjölda undaþága.

Ný ríkisstjórn hætti við að afnema skattaundanþágu sem ferðaþjónustan nýtur. Og nú er talað um undanþágu fyrir fjölmiðla og tónlist.

Það er einfalt að tala fyrir undanþágum frá skatti, þær eru vanalaga gjafir í þágu góðra málefna. Við búum við fordæmalaust góðæri. Gjafir í góðæri verða gjöld í hallæri.

Það er erfitt að búa til og viðhalda skilvirku og sanngjörnu skattkerfi. Og í hallæri eru allir skattar ósanngjarnir.


mbl.is Ágætis stuðningur við málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helstu rökin sem voru notuð gegn söluskattinum voru TVÍSKÖTTUNARÁHRIFIN, sem voru innbyggð í söluskattskerfið.  Söluskattur var felldur niður á ALLAN útflutning og svo á einnig við um bækur, tónlist og "menningu", einmitt það sem er til umræðu að fara að fella niður virðisaukaskatt í dag.  En svo er gaman að rifja það upp að þegar var verið að tala um að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts, þá sögðu ýmsir stjórnmálamenn að söluskattskerfið væri "ÓNÝTT" wink(kannast einhver við þessi ummæli?).  Kannski er allt í lagi að rifja það upp að söluskatturinn byrjaði í 3% en var kominn í 25% þegar hann var lagður niður og meðal annars áttu undanþágurnar þar hlut að máli en olíukreppan og eldgosið í Heimaey höfðu þar mikil áhrif....

Jóhann Elíasson, 28.12.2017 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband