Borgaralegar geðlækningar - í minningu um valkost

Fyrir hálfri öld eða svo voru ,,borgaraleg viðhorf í lækningum" gagnrýnd af vinstrisinnuðum menntamönnum, eins og Óttar Guðmundsson geðlæknir rifjar upp í minningarorðum um Tómas Helgason geðlækni í Morgunblaðinu í dag.

Óttar tilheyrir uppreisnarkynslóðinni sem kennd er við 68. Borgaraleg viðhorf voru gagnrýnd í vísindum og fræðum ekki síður en í samfélaginu yfirleitt. Fyrir hálfri öld var sem sagt til, a.m.k. í orði kveðnu, valkostur við borgaralegt samfélag. Valkosturinn var iðulega kenndur við sósíalisma í einhverri útgáfu.

Nú er Snorrabúð stekkur, valkosturinn týndur og tröllum gefinn. Kynslóðin sem bar hann fram er ráðsett og borgaraleg. Sumar hugmyndir 68-kynslóðarinnar, t.d. kynjajafnrétti, eru orðnar að innviðum samfélagsins. Það var til einhvers barist þótt stutt hafi verið í öfgaorðræðuna, samanber ,,borgaraleg viðhorf í lækningum". Hvernig ætli sósíalískar lækningar líti út?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Minnir mig ekki að Stalin hafi látið setja borgaralegasinnað fólk á geðveikrahæli ef ekki þótti praktískt að skjóta það eða senda í Gúlagið?

Halldór Jónsson, 27.12.2017 kl. 22:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Voru það ekki sósíaliakar geðlækningar?

Eins og íslenski komminn sagði við mig alvöruþrunginn í tilefni uppreisnarinnar í A-Þýskalandi 17.júní. " Það er engin ástæða fyrir stjórnarandstöðu þegar stefnan er rétt"

Við vorum allan okkar námstíma í V-Þýskalandi en hann mætti alltaf í mótmæli róttæklinga gegn Bonnstjórninni.

.ap ekki 

Halldór Jónsson, 27.12.2017 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband