Trú, heimska og Hannes

Kennsla er ekki innræting á trú eða gildismati. Þegar vel tekst til er kennsla ögrun við vitsmunalíf nemenda. Þeir sem hafa notið kennslu eftirminnilegra kennara búa að ögruninni fyrir lífstíð.

Eftirminnilegir kennarar úr háskólatíð þess sem hér skrifar eru til dæmis Gunnar Karlsson, Þorsteinn Gylfason, Páll Skúlason og Arnór Hannibalsson. Þeir sungu hver með sínu nefi, höfðu skoðanir en leituðu jafnframt að rökum og mótrökum í fyrirlestrum, umræðum og í samskiptum við nemendur í gegnum ritgerðir þeirra.

Undirritaður hefur aldrei notið kennslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, aðeins lesið eftir hann greinar og hlýtt á erindi hans. Séð frá þeim sjónarhóli er Hannes með alla burði til að ögra vitsmunalífi nemenda sinna og verða þeim eftirminnilegur.

Hannes hefur það sem allir eftirminnilegir kennarar hafa, skoðun. En sumir átta sig ekki á að skoðun og trú er sitthvað. Trú boðar, skoðanir ögra. Og það væri heimska að taka rétttrúnað fram yfir skoðanir, hvort heldur Hannesar eða annarra.


mbl.is Málið tekið fyrir á deildarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á meðan Svanur Kristjánsson dregur andann mun hann nýta sér hvert það hysteríska tilfinningaástand sem hreyfir móttækilegar sálir. Þeir sem ekki geta nýtt sér #metoo hysteríuna finna sér farveg í hatursaróðri Svans á nótum pólitísks rétttrúnaðar.

Ragnhildur Kolka, 20.12.2017 kl. 22:37

2 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Mér finnst fyrirsögnin hjá þér hljóma afar vel.

Jón Páll Garðarsson, 20.12.2017 kl. 23:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vitsmunalífið verður sífellt innantómara í háskólum heimsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2017 kl. 23:27

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef nú frekar litla reynslu af samskiptum við dr. Hannes Hólmstein Gissurarson, en sú reynsla sem ég hef er eingöngu jákvæð.  Því miður tel ég að þarna sé um persónulega óvild að ræða, sem verið er að reyna að klæða í akademískan búning og vona ég að "vinstra liðið" í Háskólaelítunni komist ekki upp með þetta OG VONA AÐ ÞESSI AÐFÖR ÞEIRRA, SEM HEFUR STAÐIÐ Í MÖRG ÁR, VERÐI ÞEIM TIL ÆVARANDI SKAMMAR......

Jóhann Elíasson, 20.12.2017 kl. 23:33

5 Smámynd: Haukur Árnason

Vorum bara að spjalla um daginn og veginn, stödd í veislu, þekkti þessa viðmælendur ekki persónulega. Kennsla barst í tal, þá segir ein kona; "Besti kennari sem ég hef haft var Gunnar Dal" Hvernig þá, spurði ég. "Hann kenndi okkur að hugsa" sagði hún. Ég hef stundum hugsað um þetta svar.

Haukur Árnason, 20.12.2017 kl. 23:35

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Nemendum var í eina tíð uppálagt í barnaskóla að hlusta, hlýða og taka eftir. Að öðrum kosti drægjust þeir aftur úr í námi sínu. Svona var þetta fyrrum, í öllu falli. Dyggð sem dugað hefur í árhundruð, þó margt hefði mátt betur fara.

 Í dag eru nemendur sem eru ósammála kennaranum dregnir fram af fjölmiðlum og kennarinn tekinn af lífi í umræðunni, því nemendurnir eru honum ekki sammála! Ef nemendur eru svona ofboðslega vel upplýstir um nám sitt og hvernig eigi að kenna það, hvurn andskotann eru þeir þá að sækja til menntastofnana, svona feiknavel upplýstir um, hvernig allt eigi að vera? Hver er þá tilgangurinn með náminu? Á nám að snúast um að láta innprenta í alla, að allir hafi rétt fyrir sér? Hvers vegna fer fólk í nám? 

 Frekjur og "umræðustjórnunarvaltarar" hafa tekið yfir allan fréttaflutning og umræðu. Það er sorglegt að sjá, hve vel þeim tekst til í yfirganginum.

 Nemendur takið eftir í tímum og grjóthaldið kjafti, meðan kennarinn talar.

 Ef ykkur líkar ekki fagið, eða hvernig það er kennt, "get a job"

 "Me too" er komið út í skurð og farið að líkjast Kristalsnóttinni forðum.

 Þekki Hannes Hólmstein Gissurarson ekki nokkurn skapaðan hlut. Umdeildur og sjálfsagt misstiginn maður, á einhvern hátt, en hann er prófessor í stjórnmálafræði og hefur sem slíkur verið samþykktur af yfirstjórn Háskóla Íslands. Að sjá samstarfsfólk hans nánast taka undir kjaftæðið í nemendunum, veldur velgju og fyrirlitningu á aumkunnarverðri stöðu háskólasamfélagsins og viðurstyggilegri framgöngu fjölmiðlafólks.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.12.2017 kl. 02:16

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið fj.. er ég sammála þér svo djarfur að það sýður um borð og báru,með kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2017 kl. 03:44

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei það á að vera "bóg og borð" sem er sótt til sjómanna/ræðara- dáðadrengja gaman að rifja upp fornnt mál..  

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2017 kl. 04:24

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Ég ætla að leyfa mér að setja hér inn góða grein um þetta sama mál og þú gerir hér að umfjöllunarefi á þessari slóð. Greinin er eftir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum lagaprófessor, hæstaréttardómara og hæstaréttarlögmann:

"Þau tíðindi berast nú að hafin sé aðför í Háskóla Íslands að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Er tilefnið sagt vera að í stjórnmálafræðideild skólans sé notuð kennslubók þar sem kennsluhættir innihaldi »kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niður

lægjandi orð um fatlaða«. Höfundur þessarar bókar mun vera Hannes prófessor.

 

Í fréttum af málinu kemur fram að ummælin sem valda upphlaupinu sé að finna í kafla þar sem fjallað er um klámsölu og vændis

kaup. Ummælin eru sögð vera þessi:

 

»Vændiskaupendur eru margskonar. Ætti sú staðreynd, að þeir eru margir ófrýnilegir karl

skröggar, ekki að vekja samúð frekar en reiði? Hvert eiga þeir að leita, sem geta ekki útvegað sér rekkjunaut á neinn annan hátt en að greiða fyrir hann, til dæmis fólk sem á við fötlun, offitu eða aðra líkamsgalla að etja?«

 

Og einnig:

 

»Ef maður fær að skoða klámblað eða klámmyndir eða kaupa blíðu af konu í vændishúsi, þá ættu líkur að minnka á því, að hann beiti örþrifaráðum eins og nauðgun eða lost

ugu athæfi á almannafæri til þess að svala kynhvöt sinni.«

 

Mun þess meðal annars vera krafist að bókin sem um ræðir verði tekin úr umferð sem kennslugagn, eins og komist er að orði.

 

Fáviska

Allir læsir menn ættu að greina ofstækið sem býr að baki þessari árás á prófessorinn. Hann er aðeins að fjalla um þjóðfélagsmál sem eðlilegt er að fjallað sé um í þessari kennslugrein. Hann er, eins og góðum fræðimanni sæmir, að velta upp sjónarmiðum sem augljóslega skipta máli þegar um þau er fjallað. Það er grafalvarlegt mál fyrir Háskóla Íslands að nemendur og að minnsta kosti einn kennari (fyrrverandi?) við skólann skuli hafa uppi þennan málatilbúnað. Tilgangurinn er sýnilega að vilja stjórna umræðuefnum í vísindum með því hreinlega að banna umfjöllun um málefni sem tengjast þeirri bylgju rétttrúnaðar og fávisku sem um þessar mundir flæðir yfir samfélag okkar. Þetta fólk krefst þess meðal annars að bannið eigi að taka til vísindalegrar umfjöllunar, sem einungis felur í sér ábendingar um augljós málsatriði sem tengjast því málefni sem um er fjallað.

 

Það hefur orðið vaxandi vandamál í vestrænum háskólum að á síðari tímum hafa komið upp háværar kröfur lýðskrumsins um að einungis megi fjalla í skólunum um efni sem fellur að orðagjálfri rétttrúnaðarins í samfélaginu. Þetta eru viðhorf fólks sem virðist ekki skilja þýðingu þess að fjallað sé um málin frá öllum hliðum. Það vill banna orðræðu sem því líkar ekki. Nú er að vísu ekki auðvelt að skilja hvað rétttrúnaðarsinnar hafa við ummæli prófessors Hannesar að athuga. Ætli þar komi líka við sögu einhvers konar andúð á honum sem tengist stjórnmálaskoðunum hans? Það skyldi þó ekki vera?

 

Akademískt frelsi

Það er afar þýðingarmikið að yfir  stjórn Háskóla Íslands láti ekki þessa lágkúrulegu árás á prófessorinn hafa önnur áhrif á sig en að strengja þess heit að við skólann skuli ríkja akademískt frelsi. Til þess heyrir auðvitað rík virðing fyrir tjáningarfrelsi háskólamanna. Ofstækismenn ættu að reyna að skilja að aðferð tjáningarfrelsis, sem vestrænar þjóðir vilja halda í heiðri, snýst um að við tökumst á með orðum í stað þess að banna skoðanir og tjáningu þeirra sem kunna að segja eitthvað sem okkur geðjast ekki að. Þessi gildi ber Háskóla Íslands að vernda af öllum kröftum"

 

 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.12.2017 kl. 07:28

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fjasið í stelpunum og Svani Kristjánssyni ristir ekki djúpt, en ágætt að fá upp á borðið hversu grunnt er hugsað og talað í Háskóla Íslands.

Ekki skrýtið að fullorðnir og sæmilega greindir karlar forðist skólann.

 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.12.2017 kl. 15:53

11 Smámynd: Aztec

Mér finnst að það sé ekki réttlátt að ráðast á Háskóla Íslands út af einu rotnu epli, Félags"vísinda"deild, sem öfgafemínistar hafa lagt undir sig og sem mætti leggja niður í heild sinni, enda óþarfasta deild innan HÍ og er menntun úr þessari deild einskis virði fyrir þjóðfélagið.

Menn mega nefnilega ekki gleyma, að innan Háskólans er einnig stundað mikilvægt vísinda- og verkfræðinám í ýmsum deildum með góðum árangri. Hins vegar hafa femínistarnir reynt með öllum ráðum að brjóta niður alla virðingu fyrir þessari stofnun með pólítískum áróðri og kynjafræðilegri dellu, því miður með blessun hinna ýmissa rektora gegnum tíðina, ekki sízt Kristínar Ingólfs.

Aztec, 22.12.2017 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband